Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:02 Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun