Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:45 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landamæri Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar