100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:18 Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar