Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar 20. nóvember 2024 11:45 Eftir sýningu á heimildamyndinni Árnar þagna um grafalvarlega stöðu í norskum laxveiðiám vegna eldislaxa kom fram merkilegur samhljómur fulltrúa framboðanna sem sátu í pallborði í Háskólabíói þann 19. nóvember. Hafi ég tekið rétt eftir fékk enginn sig til að lýsa yfir stuðningi við frekari útþenslu sjókvíaeldis við Ísland og margir vildu fá núverandi rekstur burt. Þegar fundarmenn höfðu séð mynd Óskars Páls Sveinssonar um lokun helstu laxveiðiáa í Noregi vegna hruns í veiðistofnum var augljóst að margir voru slegnir. Í sumar var veiði stöðvuð í meira en 30 ám í Noregi vegna þess að enginn lax snéri frá hafi. Íslenski laxastofninn í heild er kringum 70.000 einstaklingar (af innbyrðis fjölbreyttum erfðastofni) en norskir sérhannaðir eldislaxar við strendur Íslands skipta milljónum. Við megum ekki við því að brot af þessum fjölda finni sér leið út í náttúru Íslands. Í Hrútá hefur mælst 11% erfðablöndun eldislaxa við villta stofninn. Þarna voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Sósíalista, Lýðræðisflokks, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins - en auð sæti Framsóknar og Miðflokks. Enginn var ánægður með núverandi ástand á þessum rekstri og umhverfishættuna sem af honum stafar, en að sönnu voru blæbrigði á málflutningi. Þegar fundarstjóri spurði hvort flokkarnir væru tilbúnir að setja eldisfyrirtækjunum tímamörk til að loka sjókvíunum - t.d. eftir fimm ár, var vissulega ekki einhugur en meirihluti frambjóðenda jákvæður. Það kom á óvart hve margir frambjóðendur voru gagnrýnir á sjókvíaeldið. Í raun allir. Hér er hugmynd sem má útfæra eftir kosningar: -Strax þegar nýkjörið þing kemur saman sameinast flokkarnir um að setja skorður við frekari útþenslu sjókvíaeldis næstu fimm ár. Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki fleiri tonn í eldi. Tillagan byggir á eftirfarandi: Alþingi mistókst að setja þesari atvinnugrein lagaramma sem tekur á helstu vanköntum vorið 2024. Ríkisendurskoðun gaf kerfinu algjöra falleinkunn og dýravinir geta ekki á sér heilum tekið þegar dauði eldisdýra er komin yfir 23%. Enn stendur óvinnandi slagur við laxalús sem étur dýrin lifandi og afskræmir; enn hefur ekki farið fram viðunandi endurmat á stöðu vistkerfa í fjörðum vegna eiturefna, mengunar og úrgangs og enn standa menn ráðþrota frammi fyrir þeirri ósvífni strokulaxa að synda meira en 400 kílómetra úr sleppikví og fara upp í árnar okkar um land allt til að blandast villtum stofnum sem eru á válista. Á náttúran aldrei að njóta vafans? Ekki einu sinni tímabundið meðan mannanna óvönduðu verk eru endurmetin? Að setja tíæmabundið stopp núna er að mínu mati hófsöm leið og pólitískt möguleg meðan nýtt Alþingi ræður ráðum sínum og kemur böndum á greinina. Þar má hafa að útgangspunkti það sem umhverfisráðherra sagði, að við ættum einungis að miða okkur við það sem best er gert í þessari grein í heiminum. Svar mitt er: Já, og ef það er ekki nóg þá hættum við með sjókvíaeldi með eðlilegum fyrirvörum. Fimm ára hlé hefur kosti: 1) Þær leiðir sem Alþingi kemur sér saman um á hóflegum tíma munu fara í dóm kjósenda strax í næstu kosningum þar á eftir. 2) Eldisfyrirtækin fá tækifæri á meðan til að hysja upp um sig, sem var algengt orðfæri í umræðunum. 3) Eftirlitsstofnanir fá nauðsynlegt svigrúm til að efla sitt starf og ef einhver telur frekari rannsókna þörf þá skapast til þess færi. 4) Seyðfirðingum verður hlíft við þeim ofstopa að þröngva eftirlitslitlu sjókvíaeldi upp á fjörðinn þeirra, a.m.k þennan tíma. 75% íbúa vilja ekki sjá þetta inni á firðinum. Það er hlálegt að þeir sem segja sjókvíaeldi vera fyrir hinar dreifðu byggðir skuli beita valdi til að þröngva þessu upp á heimamenn.Eyjafirði verður hlíft við algjörlega óraunhæfum loforðum um skaðleysi. 5) Fimm ára hlé á auknum framkvæmdum mun ekki tryggja tjónleysi af því sem þegar er til staðar, en áhættan er lágmörkuð - ef stórhert eftirlit skilar sér strax. Fimm ára stöðvun á frekari útþenslu ef hófsöm aðgerð sem allir flokkar ættu að geta sameinast um. Á meðan komum við viti í næstu skref - af eða á. Höfundur er félagi í umhverfissamtökunum Aldin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eftir sýningu á heimildamyndinni Árnar þagna um grafalvarlega stöðu í norskum laxveiðiám vegna eldislaxa kom fram merkilegur samhljómur fulltrúa framboðanna sem sátu í pallborði í Háskólabíói þann 19. nóvember. Hafi ég tekið rétt eftir fékk enginn sig til að lýsa yfir stuðningi við frekari útþenslu sjókvíaeldis við Ísland og margir vildu fá núverandi rekstur burt. Þegar fundarmenn höfðu séð mynd Óskars Páls Sveinssonar um lokun helstu laxveiðiáa í Noregi vegna hruns í veiðistofnum var augljóst að margir voru slegnir. Í sumar var veiði stöðvuð í meira en 30 ám í Noregi vegna þess að enginn lax snéri frá hafi. Íslenski laxastofninn í heild er kringum 70.000 einstaklingar (af innbyrðis fjölbreyttum erfðastofni) en norskir sérhannaðir eldislaxar við strendur Íslands skipta milljónum. Við megum ekki við því að brot af þessum fjölda finni sér leið út í náttúru Íslands. Í Hrútá hefur mælst 11% erfðablöndun eldislaxa við villta stofninn. Þarna voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Sósíalista, Lýðræðisflokks, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins - en auð sæti Framsóknar og Miðflokks. Enginn var ánægður með núverandi ástand á þessum rekstri og umhverfishættuna sem af honum stafar, en að sönnu voru blæbrigði á málflutningi. Þegar fundarstjóri spurði hvort flokkarnir væru tilbúnir að setja eldisfyrirtækjunum tímamörk til að loka sjókvíunum - t.d. eftir fimm ár, var vissulega ekki einhugur en meirihluti frambjóðenda jákvæður. Það kom á óvart hve margir frambjóðendur voru gagnrýnir á sjókvíaeldið. Í raun allir. Hér er hugmynd sem má útfæra eftir kosningar: -Strax þegar nýkjörið þing kemur saman sameinast flokkarnir um að setja skorður við frekari útþenslu sjókvíaeldis næstu fimm ár. Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki fleiri tonn í eldi. Tillagan byggir á eftirfarandi: Alþingi mistókst að setja þesari atvinnugrein lagaramma sem tekur á helstu vanköntum vorið 2024. Ríkisendurskoðun gaf kerfinu algjöra falleinkunn og dýravinir geta ekki á sér heilum tekið þegar dauði eldisdýra er komin yfir 23%. Enn stendur óvinnandi slagur við laxalús sem étur dýrin lifandi og afskræmir; enn hefur ekki farið fram viðunandi endurmat á stöðu vistkerfa í fjörðum vegna eiturefna, mengunar og úrgangs og enn standa menn ráðþrota frammi fyrir þeirri ósvífni strokulaxa að synda meira en 400 kílómetra úr sleppikví og fara upp í árnar okkar um land allt til að blandast villtum stofnum sem eru á válista. Á náttúran aldrei að njóta vafans? Ekki einu sinni tímabundið meðan mannanna óvönduðu verk eru endurmetin? Að setja tíæmabundið stopp núna er að mínu mati hófsöm leið og pólitískt möguleg meðan nýtt Alþingi ræður ráðum sínum og kemur böndum á greinina. Þar má hafa að útgangspunkti það sem umhverfisráðherra sagði, að við ættum einungis að miða okkur við það sem best er gert í þessari grein í heiminum. Svar mitt er: Já, og ef það er ekki nóg þá hættum við með sjókvíaeldi með eðlilegum fyrirvörum. Fimm ára hlé hefur kosti: 1) Þær leiðir sem Alþingi kemur sér saman um á hóflegum tíma munu fara í dóm kjósenda strax í næstu kosningum þar á eftir. 2) Eldisfyrirtækin fá tækifæri á meðan til að hysja upp um sig, sem var algengt orðfæri í umræðunum. 3) Eftirlitsstofnanir fá nauðsynlegt svigrúm til að efla sitt starf og ef einhver telur frekari rannsókna þörf þá skapast til þess færi. 4) Seyðfirðingum verður hlíft við þeim ofstopa að þröngva eftirlitslitlu sjókvíaeldi upp á fjörðinn þeirra, a.m.k þennan tíma. 75% íbúa vilja ekki sjá þetta inni á firðinum. Það er hlálegt að þeir sem segja sjókvíaeldi vera fyrir hinar dreifðu byggðir skuli beita valdi til að þröngva þessu upp á heimamenn.Eyjafirði verður hlíft við algjörlega óraunhæfum loforðum um skaðleysi. 5) Fimm ára hlé á auknum framkvæmdum mun ekki tryggja tjónleysi af því sem þegar er til staðar, en áhættan er lágmörkuð - ef stórhert eftirlit skilar sér strax. Fimm ára stöðvun á frekari útþenslu ef hófsöm aðgerð sem allir flokkar ættu að geta sameinast um. Á meðan komum við viti í næstu skref - af eða á. Höfundur er félagi í umhverfissamtökunum Aldin.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun