Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira