Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 22:31 Dalton Knecht fagnar einni af þriggja stiga körfum sinum fyrir Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz. Getty/Harry How Það er ný stjarna að fæðast í Los Angeles. Sá heitir Dalton Knecht og spilar með liði LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta. Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira