„Þurftu að þora að vera til“ Kári Mímisson skrifar 20. nóvember 2024 22:05 Friðrik Ingi Rúnarsson og stelpurnar hans í Keflavík lönduðu naumun sigri á móti nýliðunum í kvöld. Vísir/Diego Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld. „Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik. Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik.
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira