LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 07:30 Það er ekki útilokað að LeBron James njóti lífsins mun betur án samfélagsmiðla. Getty/Wally Skalij Körfuboltagoðsögnin LeBron James tilkynnti óvænt í gærkvöld að hann væri farinn í hlé frá samfélagsmiðlum, og vísaði í gagnrýni á „neikvæða“ umræðu í bandarískum fjölmiðlum. James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James. NBA Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James.
NBA Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira