Opna verslanir í Kringlunni á ný Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 10:15 Kultur er meðal sex verslana sem voru opnaðar í morgun. Vísir/Sigurjón Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. Hátt í þrjátíu verslanir skemmdust þegar kviknaði í þaki Kringlunnar í júní, þegar verið var að leggja þakpappa. Í fréttatilkynningu frá Kringlunni segir að verslanir hafi skemmst mismikið og endurbætur hafi staðið yfir síðan bruninn varð. Nú horfi allt til betri vegar og verslanir hafi verið opnaðar hver á fætur annarri. Restin opnuð í næstu viku en þó ekki allar Í dag hafi mikilvægum áfanga verið náð þegar verslanirnar Polarn O. Pyret, Icewear, Galleri 17, Kultur, Kultur Menn og GS skór voru opnaðar. Þær allra síðustu verði opnaðar í síðustu viku. Þó hefur verið greint frá því að ekki allar verslanir verði opnaðar á ný. „Síðustu mánuðir hafa verið langir og erfiðir fyrir alla sem tengjast Kringlunni, viðskiptavini og rekstraraðila. Miðað við umfang skemmda er kraftaverk hvað mikið hefur áunnist við endurbætur og Kringlan í dag er jafnvel betri en ný,“ er haft eftir Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar. Lán í óláni Haft er eftir Baldvinu að í erfiðleikum myndist oft tækifæri og að tekist hafi í samstarfi við rekstraraðila að endurskipuleggja verslanaeiningar, færa til verslanir sem hafi lengi beðið eftir stærra rými auk fleiri hagræðinga. Kringlan er komin í jólabúning eins og svo margt annað.Kringlan „Ný og spennandi verslun opnar á næstu dögum en það er Húrra Reykjavík. Við erum við afar glöð með að fá þau í húsið og ekki í vafa um að viðskiptavinir verði það líka. Við í Kringlunni erum himinlifandi með þennan áfanga í dag. Kringlan er komin í jólaskrúða og sannarlega vel í stakk búin fyrir jólagleðina á aðventunni sem nálgast óðfluga.“ Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Verslun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hátt í þrjátíu verslanir skemmdust þegar kviknaði í þaki Kringlunnar í júní, þegar verið var að leggja þakpappa. Í fréttatilkynningu frá Kringlunni segir að verslanir hafi skemmst mismikið og endurbætur hafi staðið yfir síðan bruninn varð. Nú horfi allt til betri vegar og verslanir hafi verið opnaðar hver á fætur annarri. Restin opnuð í næstu viku en þó ekki allar Í dag hafi mikilvægum áfanga verið náð þegar verslanirnar Polarn O. Pyret, Icewear, Galleri 17, Kultur, Kultur Menn og GS skór voru opnaðar. Þær allra síðustu verði opnaðar í síðustu viku. Þó hefur verið greint frá því að ekki allar verslanir verði opnaðar á ný. „Síðustu mánuðir hafa verið langir og erfiðir fyrir alla sem tengjast Kringlunni, viðskiptavini og rekstraraðila. Miðað við umfang skemmda er kraftaverk hvað mikið hefur áunnist við endurbætur og Kringlan í dag er jafnvel betri en ný,“ er haft eftir Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar. Lán í óláni Haft er eftir Baldvinu að í erfiðleikum myndist oft tækifæri og að tekist hafi í samstarfi við rekstraraðila að endurskipuleggja verslanaeiningar, færa til verslanir sem hafi lengi beðið eftir stærra rými auk fleiri hagræðinga. Kringlan er komin í jólabúning eins og svo margt annað.Kringlan „Ný og spennandi verslun opnar á næstu dögum en það er Húrra Reykjavík. Við erum við afar glöð með að fá þau í húsið og ekki í vafa um að viðskiptavinir verði það líka. Við í Kringlunni erum himinlifandi með þennan áfanga í dag. Kringlan er komin í jólaskrúða og sannarlega vel í stakk búin fyrir jólagleðina á aðventunni sem nálgast óðfluga.“
Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Verslun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira