Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 10:32 Rúmenía og Kósovó mættust í Búkarest, í Þjóðadeildinni, og var staðan markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en Kósovóar ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu. Getty/Vasile Mihai-Antonio Knattspyrnusamband Kósovó telur UEFA ýta undir rasisma með ákvörðun sinni um að dæma Rúmeníu 3-0 sigur gegn Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta. Kósovóar ætlar að leita til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, og Svíar fylgjast spenntir með. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó.
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira