Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2024 11:31 Árið 2014 var samþykkt umfangsmikil breyting á menntakerfinu þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú. Þessi ákvörðun var tekin með það að markmiði að auðvelda ungmennum að ljúka námi fyrr og komast hraðar út á vinnumarkað. En var þessi breyting raunverulega til þess að hjálpa ungu fólki? Hvers vegna erum við enn að ræða þessa ákvörðun áratug síðar? Sem ungur frambjóðandi legg ég ríka áherslu á málefni ungs fólks og hef á undanförnum misserum átt samtöl við ungmenni um þetta mikilvæga mál. Sjónarmið þeirra opinbera margbreytileg og flókin áhrif þessarar breytingar og vekja áleitnar spurningar. Hefur breytingin í raun skilað tilætluðum árangri? Hefur hún þjónað hagsmunum unga fólksins á þann hátt sem stefnt var að? Menntaskólinn á ekki að vera bara stress Flest ungmenni sem ég hef talað við lýsa þeirri skoðun að menntaskólinn ætti að vera tímabil þroska, félagslegra tengsla og tækifæra til að njóta lífsins – ekki bara kapphlaup að útskrift. Eins og eitt ungmenni sagði: „Það er óþarfi að flýta sér að ljúka þessum árum. Menntaskólaárin eru mikilvæg til að byggja upp félagsleg tengsl og læra að lifa sjálfstæðu lífi.“ Sum ungmenni segja að þau hafi ekki verið tilbúin til að takast á við lífið að námi loknu eftir aðeins þrjú ár í menntaskóla: „Þeir sem vildu taka þetta á þremur árum hefðu geta gert það. Það að stytta þessi ár fyrir alla er óskynsamlegt. Þetta eru árin sem eiga að vera þau bestu í lífi ungs fólks – og það er sorglegt að stytta þau.“ Aukin streita og álag Mörg ungmenni benda á að styttingin hafi í raun aukið álag og streitu. Að koma fjögurra ára námsefni fyrir á þremur árum gerir námið krefjandi og tekur nánast allan frítíma frá nemendum. Eitt ungmenni lýsti því svo: „Þetta eykur streituna og skerðir félagslífið. Unglingar hafa ekki tíma til að njóta þess að fara á böll, hitta vini eða taka þátt í félagslífi þegar námið tekur allan tíma þeirra.“ Á sama tíma hefur þessi aukna streita áhrif á andlega heilsu. Fjöldi ungmenna nefndi að þau hefðu upplifað kvíða og vanlíðan vegna álags, sérstaklega þar sem kerfið býður upp á lítinn sveigjanleika. Félagslíf og tengslamyndun skipta máli Menntaskólinn er meira en bóknám, hann er staður þar sem ungmenni þroskast félagslega og mynda tengsl sem geta haft áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þessi þáttur er ómetanlegur, eins og eitt ungmenni benti á: „Mínir bestu vinir eru frá menntaskólaárunum. Það hefði verið ómetanlegt að hafa meiri tíma með þeim áður en allir fóru í sitthvora áttina.“ Þessi þörf fyrir félagsleg tengsl var sérstaklega áberandi í COVID-19 faraldrinum, þegar félagslíf ungmenna varð fyrir skakkaföllum. Í tvö ár þurftu þau að lifa við takmarkanir á félagslífi, fjarnám og óvissu um framtíðina. Stytting námsins og þar með enn minni tími til félagslegra tengsla bætir enn við þessa byrði. Skortur á sveigjanleika Eitt ungmenni lýsti því að það hafi hætt í menntaskóla vegna mikils álags, en síðar tekið ákvörðun um að klára námið á sínum hraða og forsendum. Þessi reynsla undirstrikar hversu mikilvægt er að kerfið sé sveigjanlegt: „Að mínu mati eiga menntaskólaárin ekki einungis að snúast um bóknám heldur einnig að stuðla að félagslegum þroska nemenda. Núverandi kerfi gefur lítið svigrúm til félagsstarfs eða þess að þróa félagslega hæfni.“ Þörfin fyrir sveigjanleika birtist líka í því að mörg ungmenni vita ekki hvað þau vilja gera í framtíðinni: „Þegar maður er 19 ára veit maður oft ekki hvað maður vill gera. Fjórar annir gefa meiri tíma til að þroskast og taka upplýstar ákvarðanir.“ Erum við að forgangsraða rétt? Það er mikilvægt að spyrja hvort stytting námsins hafi verið hönnuð með hagsmuni ungmenna að leiðarljósi. Ef áhrifin á ungmenni eru aukið álag, skerðing á félagslífi og verri líðan, er ljóst að markmiðin þurfa endurskoðun. Menntakerfið á að vera uppbyggjandi afl sem styður ungt fólk í að þroskast og undirbúa sig fyrir framtíðina, bæði í námi og lífi. Það er mikilvægt að kerfið taki tillit til ólíkra þarfa og veiti nemendum svigrúm til að blómstra, bæði félagslega og faglega. Með því að hlusta á reynslu ungmennanna sjálfra og endurskoða þær ákvarðanir sem hafa haft áhrif á þau, getum við tryggt að menntaskólaárin verði uppspretta jákvæðra upplifana og öflugs undirbúnings fyrir framtíðina. Þetta er ekki aðeins spurning um árangur í námi, heldur líka velferð og lífsgæði þeirra sem erfa samfélagið. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 var samþykkt umfangsmikil breyting á menntakerfinu þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú. Þessi ákvörðun var tekin með það að markmiði að auðvelda ungmennum að ljúka námi fyrr og komast hraðar út á vinnumarkað. En var þessi breyting raunverulega til þess að hjálpa ungu fólki? Hvers vegna erum við enn að ræða þessa ákvörðun áratug síðar? Sem ungur frambjóðandi legg ég ríka áherslu á málefni ungs fólks og hef á undanförnum misserum átt samtöl við ungmenni um þetta mikilvæga mál. Sjónarmið þeirra opinbera margbreytileg og flókin áhrif þessarar breytingar og vekja áleitnar spurningar. Hefur breytingin í raun skilað tilætluðum árangri? Hefur hún þjónað hagsmunum unga fólksins á þann hátt sem stefnt var að? Menntaskólinn á ekki að vera bara stress Flest ungmenni sem ég hef talað við lýsa þeirri skoðun að menntaskólinn ætti að vera tímabil þroska, félagslegra tengsla og tækifæra til að njóta lífsins – ekki bara kapphlaup að útskrift. Eins og eitt ungmenni sagði: „Það er óþarfi að flýta sér að ljúka þessum árum. Menntaskólaárin eru mikilvæg til að byggja upp félagsleg tengsl og læra að lifa sjálfstæðu lífi.“ Sum ungmenni segja að þau hafi ekki verið tilbúin til að takast á við lífið að námi loknu eftir aðeins þrjú ár í menntaskóla: „Þeir sem vildu taka þetta á þremur árum hefðu geta gert það. Það að stytta þessi ár fyrir alla er óskynsamlegt. Þetta eru árin sem eiga að vera þau bestu í lífi ungs fólks – og það er sorglegt að stytta þau.“ Aukin streita og álag Mörg ungmenni benda á að styttingin hafi í raun aukið álag og streitu. Að koma fjögurra ára námsefni fyrir á þremur árum gerir námið krefjandi og tekur nánast allan frítíma frá nemendum. Eitt ungmenni lýsti því svo: „Þetta eykur streituna og skerðir félagslífið. Unglingar hafa ekki tíma til að njóta þess að fara á böll, hitta vini eða taka þátt í félagslífi þegar námið tekur allan tíma þeirra.“ Á sama tíma hefur þessi aukna streita áhrif á andlega heilsu. Fjöldi ungmenna nefndi að þau hefðu upplifað kvíða og vanlíðan vegna álags, sérstaklega þar sem kerfið býður upp á lítinn sveigjanleika. Félagslíf og tengslamyndun skipta máli Menntaskólinn er meira en bóknám, hann er staður þar sem ungmenni þroskast félagslega og mynda tengsl sem geta haft áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þessi þáttur er ómetanlegur, eins og eitt ungmenni benti á: „Mínir bestu vinir eru frá menntaskólaárunum. Það hefði verið ómetanlegt að hafa meiri tíma með þeim áður en allir fóru í sitthvora áttina.“ Þessi þörf fyrir félagsleg tengsl var sérstaklega áberandi í COVID-19 faraldrinum, þegar félagslíf ungmenna varð fyrir skakkaföllum. Í tvö ár þurftu þau að lifa við takmarkanir á félagslífi, fjarnám og óvissu um framtíðina. Stytting námsins og þar með enn minni tími til félagslegra tengsla bætir enn við þessa byrði. Skortur á sveigjanleika Eitt ungmenni lýsti því að það hafi hætt í menntaskóla vegna mikils álags, en síðar tekið ákvörðun um að klára námið á sínum hraða og forsendum. Þessi reynsla undirstrikar hversu mikilvægt er að kerfið sé sveigjanlegt: „Að mínu mati eiga menntaskólaárin ekki einungis að snúast um bóknám heldur einnig að stuðla að félagslegum þroska nemenda. Núverandi kerfi gefur lítið svigrúm til félagsstarfs eða þess að þróa félagslega hæfni.“ Þörfin fyrir sveigjanleika birtist líka í því að mörg ungmenni vita ekki hvað þau vilja gera í framtíðinni: „Þegar maður er 19 ára veit maður oft ekki hvað maður vill gera. Fjórar annir gefa meiri tíma til að þroskast og taka upplýstar ákvarðanir.“ Erum við að forgangsraða rétt? Það er mikilvægt að spyrja hvort stytting námsins hafi verið hönnuð með hagsmuni ungmenna að leiðarljósi. Ef áhrifin á ungmenni eru aukið álag, skerðing á félagslífi og verri líðan, er ljóst að markmiðin þurfa endurskoðun. Menntakerfið á að vera uppbyggjandi afl sem styður ungt fólk í að þroskast og undirbúa sig fyrir framtíðina, bæði í námi og lífi. Það er mikilvægt að kerfið taki tillit til ólíkra þarfa og veiti nemendum svigrúm til að blómstra, bæði félagslega og faglega. Með því að hlusta á reynslu ungmennanna sjálfra og endurskoða þær ákvarðanir sem hafa haft áhrif á þau, getum við tryggt að menntaskólaárin verði uppspretta jákvæðra upplifana og öflugs undirbúnings fyrir framtíðina. Þetta er ekki aðeins spurning um árangur í námi, heldur líka velferð og lífsgæði þeirra sem erfa samfélagið. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar