Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2024 22:00 Elvar Már Friðriksson var leikstjórnandi Íslands og endaði með 15 stig skoruð. vísir / anton brink Ísland mátti þola tap gegn Ítalíu í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta. Lokatölur í Laugardalshöll 71-95. Ítalía er þar með í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Tyrkland kemur þar á eftir með tvo sigra. Ísland er í þriðja sæti hefur unnið einn leik, gegn Ungverjalandi sem er sigurlaust í neðsta sæti. Þrjú efstu liðin komast á lokamót EM sem verður haldið á næsta ári. Ísland spilar gegn Ítalíu ytra á mánudag. Lokaleikirnir tveir verða svo spilaðir í febrúar. Þar leikur Ísland gegn Ungverjalandi á útivelli og Tyrklandi á heimavelli. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór keyrir á körfuna.vísir / anton brink Byrjuðu fínt en fundu sig fljótt undir Leikurinn fór vel af stað og Ísland tók 12-8 forystu en fleiri urðu íslensku stigin ekki í fyrsta leikhluta, sem endaði 12-25. Takturinn var sá sami í öðrum leikhluta, afar slæmur hjá Íslandi en hreint ágætur hjá Ítalíu. Ísland komst nokkrum sinnum á línuna en skoraði varla stig úr opnum leik og Ítalir héldu áfram að auka við forystu sína, sem var orðin 25-49 þegar flautað var til hálfleiks. Afar erfitt skot.vísir / anton brink Trommurnar dregnar fram í hálfleik og staðan batnaði Meðan leikmenn Íslands litu í eigin barm og lögðu á ráðin fyrir seinni hálfleik nýttu áhorfendur íslenska liðsins hálfleikshléið til að sækja trommur og tóna söngraddirnar. Það skilaði mun meiri orku í upphafi seinni hálfleiks. Sama lið og byrjaði leikinn spreytti sig þá loksins aftur saman og staðan fór að batna. Tryggvi setti tóninn í fyrstu sókn, tróð boltanum niður með látum og byrjaði 15-0 áhlaup Íslands, sem gaf stöðuna 40-49. Tryggvi lagði grunninn að góðri byrjun Íslands í seinni hálfleik. vísir / anton brink Ítalía var í algjörum vandræðum og hitti ekki úr skoti fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks, en fann taktinn aftur undir lok þriðja leikhluta og fór með 54-65 forystu inn í fjórða leikhluta. Lítil spenna undir lokin Orkan sem íslenska liðið var með í þriðja leikhluta var ekki eins sjáanleg í þeim fjórða. Ítalir fóru aftur að finna leiðir að íslensku körfunni, þreytumerki á vörninni, og sóknarlega gerðust strákarnir okkar sekir um fjölmörg mistök. Elvar Már bar mikla ábyrgð á sóknarleik íslenska liðsins.vísir / anton brink Með hverri sókn sem leið varð íslenskur sigur sífellt ólíklegri og liðið fór að bölva örlögum sínum á meðan Ítalía nýtti meðbyrinn og stækkaði forystuna enn frekar. Lokatölur í Laugardalshöll 71-95. Lykilleikmenn fjarverandi Ítalía var án sinna öflugustu leikmanna og spilaði á hálfgerðu varaliði. Engir leikmenn sem spila í EuroLeague-liðum tóku þátt í leik kvöldsins, en reiknað er með þeim í næsta leik á mánudaginn. Styrmir Snær Þrastarson kom lítið við sögu.vísir / anton brink Ísland var án leikstjórnandans Martins Hermannssonar og framherjans Kristófers Acox. Þá var Ragnar Nathaníelsson ekki valinn í hópinn eins og síðast. Mikilvægi Martins er óneitanlegt. Hinir tveir síðarnefndu hefðu líka komið sér vel í kvöld, vantaði upp á varnarstyrk og stærð í teiginn fyrir íslenska liðið. Íslenska liðið spilaði mun betur þegar bæði Tryggvi og Haukur voru inni á vellinum, en það er auðvitað ekki hægt að keyra á þeim í fjörutíu mínútur. Það gekk best hjá íslenska liðinu þegar Haukur Helgi var á gólfinu með Tryggva Hlinasyni.vísir / anton brink Stemning og umgjörð Uppselt í Laugardalshöll en eins og áður segir var heldur hljóðlátt í fyrri hálfleik. Auðvitað ekki mikil ástæða til að fagna, en alltaf má hvetja. Það hækkaði töluvert hljóðið í áhorfendum í upphafi seinni hálfleiks eftir að trommurnar voru sóttar og stemningin var mikil meðan vel gekk hjá Íslandi en þagnaði þegar Ítalía tók aftur völdin. Þessi mikli stríðsmaður sá um að halda uppi stuðinu.vísir / anton brink Jamil Abiad og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarar Vals, mættir að fylgjast með. Kristinn Pálsson spilaði en Aron Booker og Hjálmar Stefánsson voru utan hóps.vísir / anton brink Viðtöl Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta
Ísland mátti þola tap gegn Ítalíu í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta. Lokatölur í Laugardalshöll 71-95. Ítalía er þar með í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Tyrkland kemur þar á eftir með tvo sigra. Ísland er í þriðja sæti hefur unnið einn leik, gegn Ungverjalandi sem er sigurlaust í neðsta sæti. Þrjú efstu liðin komast á lokamót EM sem verður haldið á næsta ári. Ísland spilar gegn Ítalíu ytra á mánudag. Lokaleikirnir tveir verða svo spilaðir í febrúar. Þar leikur Ísland gegn Ungverjalandi á útivelli og Tyrklandi á heimavelli. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór keyrir á körfuna.vísir / anton brink Byrjuðu fínt en fundu sig fljótt undir Leikurinn fór vel af stað og Ísland tók 12-8 forystu en fleiri urðu íslensku stigin ekki í fyrsta leikhluta, sem endaði 12-25. Takturinn var sá sami í öðrum leikhluta, afar slæmur hjá Íslandi en hreint ágætur hjá Ítalíu. Ísland komst nokkrum sinnum á línuna en skoraði varla stig úr opnum leik og Ítalir héldu áfram að auka við forystu sína, sem var orðin 25-49 þegar flautað var til hálfleiks. Afar erfitt skot.vísir / anton brink Trommurnar dregnar fram í hálfleik og staðan batnaði Meðan leikmenn Íslands litu í eigin barm og lögðu á ráðin fyrir seinni hálfleik nýttu áhorfendur íslenska liðsins hálfleikshléið til að sækja trommur og tóna söngraddirnar. Það skilaði mun meiri orku í upphafi seinni hálfleiks. Sama lið og byrjaði leikinn spreytti sig þá loksins aftur saman og staðan fór að batna. Tryggvi setti tóninn í fyrstu sókn, tróð boltanum niður með látum og byrjaði 15-0 áhlaup Íslands, sem gaf stöðuna 40-49. Tryggvi lagði grunninn að góðri byrjun Íslands í seinni hálfleik. vísir / anton brink Ítalía var í algjörum vandræðum og hitti ekki úr skoti fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks, en fann taktinn aftur undir lok þriðja leikhluta og fór með 54-65 forystu inn í fjórða leikhluta. Lítil spenna undir lokin Orkan sem íslenska liðið var með í þriðja leikhluta var ekki eins sjáanleg í þeim fjórða. Ítalir fóru aftur að finna leiðir að íslensku körfunni, þreytumerki á vörninni, og sóknarlega gerðust strákarnir okkar sekir um fjölmörg mistök. Elvar Már bar mikla ábyrgð á sóknarleik íslenska liðsins.vísir / anton brink Með hverri sókn sem leið varð íslenskur sigur sífellt ólíklegri og liðið fór að bölva örlögum sínum á meðan Ítalía nýtti meðbyrinn og stækkaði forystuna enn frekar. Lokatölur í Laugardalshöll 71-95. Lykilleikmenn fjarverandi Ítalía var án sinna öflugustu leikmanna og spilaði á hálfgerðu varaliði. Engir leikmenn sem spila í EuroLeague-liðum tóku þátt í leik kvöldsins, en reiknað er með þeim í næsta leik á mánudaginn. Styrmir Snær Þrastarson kom lítið við sögu.vísir / anton brink Ísland var án leikstjórnandans Martins Hermannssonar og framherjans Kristófers Acox. Þá var Ragnar Nathaníelsson ekki valinn í hópinn eins og síðast. Mikilvægi Martins er óneitanlegt. Hinir tveir síðarnefndu hefðu líka komið sér vel í kvöld, vantaði upp á varnarstyrk og stærð í teiginn fyrir íslenska liðið. Íslenska liðið spilaði mun betur þegar bæði Tryggvi og Haukur voru inni á vellinum, en það er auðvitað ekki hægt að keyra á þeim í fjörutíu mínútur. Það gekk best hjá íslenska liðinu þegar Haukur Helgi var á gólfinu með Tryggva Hlinasyni.vísir / anton brink Stemning og umgjörð Uppselt í Laugardalshöll en eins og áður segir var heldur hljóðlátt í fyrri hálfleik. Auðvitað ekki mikil ástæða til að fagna, en alltaf má hvetja. Það hækkaði töluvert hljóðið í áhorfendum í upphafi seinni hálfleiks eftir að trommurnar voru sóttar og stemningin var mikil meðan vel gekk hjá Íslandi en þagnaði þegar Ítalía tók aftur völdin. Þessi mikli stríðsmaður sá um að halda uppi stuðinu.vísir / anton brink Jamil Abiad og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarar Vals, mættir að fylgjast með. Kristinn Pálsson spilaði en Aron Booker og Hjálmar Stefánsson voru utan hóps.vísir / anton brink Viðtöl
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti