EM 2025 í körfubolta Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu. Körfubolti 11.8.2025 14:16 Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Liðin sem leika á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik sem hefst í lok mánaðar eru á fullu í undirbúningi sínum. Þýskaland lagði Slóvena öðru sinni um helgina og Ísraelar lögðu Grikki af velli. Körfubolti 10.8.2025 22:45 Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Jeremy Sochan leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket sem hefst 27. ágúst næstkomandi. Pólland eru gestgjafar Íslendinga þar á meðal og er þetta högg fyrir liðið. Körfubolti 10.8.2025 20:32 „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Hart er barist um sæti í landsliðshópi Íslands fyrir komandi Evrópumót karla í körfubolta sem hefst eftir þrjár vikur. Sigtryggur Arnar Björnsson er vongóður um sæti og ekki skemmdi stórleikur hans um síðustu helgi fyrir. Körfubolti 9.8.2025 09:55 Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Liðin sem eru á leiðinni á Eurobasket sem hefst í lok ágústmánaðar eru á fullu að undirbúa sig fyrir móti. Andstæðingar Íslendinga í D riðli Eurobasket, Slóvenar, Frakkar og Belgar voru í eldlínunni í kvöld og gekk misjafnlega hjá þeim. Körfubolti 8.8.2025 22:45 Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti. Körfubolti 2.8.2025 09:00 „Sýna að maður eigi það skilið“ Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga. Körfubolti 1.8.2025 21:16 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. Körfubolti 1.8.2025 13:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. Körfubolti 31.7.2025 14:06 Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. Körfubolti 31.7.2025 11:54 „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. Körfubolti 29.7.2025 19:31 Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Æfingahópur karlalandsliðsins í körfubolta hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn frá þeim hópi sem opinberaður var í síðustu viku. 17 leikmenn eru eftir í hópnum. Körfubolti 29.7.2025 14:07 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. Körfubolti 27.7.2025 08:01 Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Kristófer Acox, leikmaður Vals og lengi vel landsliðsins í körfubolta, hefur opnað sig um ágreining við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen. Kristófer fer ekki á EM í haust og segist Pedersen aldrei ætla að velja hann aftur. Körfubolti 26.7.2025 07:58 Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Kristófer Acox er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi Evrópumót sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur. Körfubolti 25.7.2025 10:01 Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti í dag æfingahóp sinn fyrir EuroBasket sem hefst í Póllandi í lok næsta mánaðar. Körfubolti 24.7.2025 12:01 Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Ísland verður með á Eurobasket mótinu í körfubolta í haust og Ísland fékk sjálfan Evrópumeistarabikarinn í heimsókn í tilefni af því. Körfubolti 4.7.2025 21:33 Rúnar Birgir á EuroBasket Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður á EuroBasket karla í haust en í íslenska karlalandsliðið er að fara á mótið. Körfubolti 18.6.2025 15:03 Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Körfubolti 4.4.2025 15:52 „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Körfubolti 4.4.2025 10:30 Sabonis ekki með Litháen á EM NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur. Körfubolti 29.3.2025 07:04 Miðasalan á EM er hafin Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag. Körfubolti 28.3.2025 10:48 Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var í pottinum þegar dregið var í riðla fyrir EM í gær. Riðillinn er snúinn að mati stjörnuleikmannsins Martins Hermannssonar einn af lykilmönnum íslenska liðsins, fékk það lið sem hann vildi helst forðast. Körfubolti 28.3.2025 10:32 Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst. Körfubolti 27.3.2025 15:35 Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag. Körfubolti 27.3.2025 12:32 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. Körfubolti 20.3.2025 10:02 NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Körfubolti 5.3.2025 11:28 Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu. Körfubolti 5.3.2025 11:01 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. Körfubolti 28.2.2025 11:02 „Ég elska að vera á Íslandi“ Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins. Körfubolti 27.2.2025 11:03 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu. Körfubolti 11.8.2025 14:16
Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Liðin sem leika á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik sem hefst í lok mánaðar eru á fullu í undirbúningi sínum. Þýskaland lagði Slóvena öðru sinni um helgina og Ísraelar lögðu Grikki af velli. Körfubolti 10.8.2025 22:45
Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Jeremy Sochan leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket sem hefst 27. ágúst næstkomandi. Pólland eru gestgjafar Íslendinga þar á meðal og er þetta högg fyrir liðið. Körfubolti 10.8.2025 20:32
„Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Hart er barist um sæti í landsliðshópi Íslands fyrir komandi Evrópumót karla í körfubolta sem hefst eftir þrjár vikur. Sigtryggur Arnar Björnsson er vongóður um sæti og ekki skemmdi stórleikur hans um síðustu helgi fyrir. Körfubolti 9.8.2025 09:55
Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Liðin sem eru á leiðinni á Eurobasket sem hefst í lok ágústmánaðar eru á fullu að undirbúa sig fyrir móti. Andstæðingar Íslendinga í D riðli Eurobasket, Slóvenar, Frakkar og Belgar voru í eldlínunni í kvöld og gekk misjafnlega hjá þeim. Körfubolti 8.8.2025 22:45
Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti. Körfubolti 2.8.2025 09:00
„Sýna að maður eigi það skilið“ Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga. Körfubolti 1.8.2025 21:16
„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. Körfubolti 1.8.2025 13:31
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. Körfubolti 31.7.2025 14:06
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. Körfubolti 31.7.2025 11:54
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. Körfubolti 29.7.2025 19:31
Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Æfingahópur karlalandsliðsins í körfubolta hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn frá þeim hópi sem opinberaður var í síðustu viku. 17 leikmenn eru eftir í hópnum. Körfubolti 29.7.2025 14:07
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. Körfubolti 27.7.2025 08:01
Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Kristófer Acox, leikmaður Vals og lengi vel landsliðsins í körfubolta, hefur opnað sig um ágreining við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen. Kristófer fer ekki á EM í haust og segist Pedersen aldrei ætla að velja hann aftur. Körfubolti 26.7.2025 07:58
Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Kristófer Acox er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi Evrópumót sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur. Körfubolti 25.7.2025 10:01
Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti í dag æfingahóp sinn fyrir EuroBasket sem hefst í Póllandi í lok næsta mánaðar. Körfubolti 24.7.2025 12:01
Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Ísland verður með á Eurobasket mótinu í körfubolta í haust og Ísland fékk sjálfan Evrópumeistarabikarinn í heimsókn í tilefni af því. Körfubolti 4.7.2025 21:33
Rúnar Birgir á EuroBasket Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður á EuroBasket karla í haust en í íslenska karlalandsliðið er að fara á mótið. Körfubolti 18.6.2025 15:03
Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Körfubolti 4.4.2025 15:52
„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Körfubolti 4.4.2025 10:30
Sabonis ekki með Litháen á EM NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur. Körfubolti 29.3.2025 07:04
Miðasalan á EM er hafin Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag. Körfubolti 28.3.2025 10:48
Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var í pottinum þegar dregið var í riðla fyrir EM í gær. Riðillinn er snúinn að mati stjörnuleikmannsins Martins Hermannssonar einn af lykilmönnum íslenska liðsins, fékk það lið sem hann vildi helst forðast. Körfubolti 28.3.2025 10:32
Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst. Körfubolti 27.3.2025 15:35
Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag. Körfubolti 27.3.2025 12:32
Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. Körfubolti 20.3.2025 10:02
NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Körfubolti 5.3.2025 11:28
Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu. Körfubolti 5.3.2025 11:01
Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. Körfubolti 28.2.2025 11:02
„Ég elska að vera á Íslandi“ Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins. Körfubolti 27.2.2025 11:03