Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar 23. nóvember 2024 08:15 Ímyndaðu þér íslenska náttúru, óspillta og einstaka, teppalagða með hundruðum háreistra vindmylla. Þær gnæfa yfir dali og fjallshlíðar en skila þjóðinni takmörkuðum arði og valda miklum deilum. Þetta er ekki framtíðarsýn sem við viljum – og stjórnmálamenn þurfa að gera betur. Núverandi regluverk um vindorku tryggir ekki samfélagslegan ávinning og er ávísun á átök. Vindorka getur skapað verðmæti og útflutningstekjur en án skýrra leikreglna er hætta á að fórna verðmætum náttúruperlum fyrir illa ígrunduð verkefni. Við þurfum stefnu sem tryggir jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélags. Sú er ekki raunin í dag. Staðan í dag Auðlindin vindur gerir íslenska náttúru berskjaldaða vegna sinnar sérstöðu sem felst í því að vera ekki bundinn ákveðnum stöðum, svo sem árfarvegi eða jarðhitasvæðum. Því er hægt að staðsetja vindorkuver mjög víða, og hefur skortur á framtíðarsýn leitt til þess að sprottið hafa upp tugir verkefna til skoðunar. Samþykki landeigenda þarf ekki að liggja fyrir til að virkjunarkostir séu teknir til skoðunar í rammaáætlun eða í ferli umhverfismats sem þýðir að hægt er að setja af stað matsferli án samráðs við landeiganda. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft haft samband við mig sem orkumálastjóra til að lýsa áhyggjum af áhrifum vindorkuvera í sínu nærumhverfi. Á sama tíma hafa bændur kvartað yfir háum kostnaði við umsagnir í flóknum matsferlum við verkefni sem geta haft áhrif á verðmæti og nyt þeirra jarða og ég sá samfélög trosna í deilum um slík verkefni. Ábyrgð hverrar þjóðar að marka stefnu um staðsetningu vindorkuvera – ekki ESB Evrópskt regluverk og löggjöf um raforku, sem Ísland hefur innleitt, leggur áherslu á græna orku og samkeppni í orkumálum en kveður ekki á um hvar vindorka skuli staðsett. Það er á ábyrgð hverrar þjóðar að taka afstöðu til slíkrar nýtingar og marka stefnu um staðsetningu. Stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér á bak við „frjálsa samkeppni“ sem réttlætingu fyrir því að leyfa vindorkuverum að rísa hvar sem er. Ábyrgð stjórnmálanna er óumdeilanleg. Meira en allt uppsett afl íslenska raforkukerfisins Samanlagt afl vindorkuverkefna í ferli er nú meira en allt uppsett afl íslenska raforkukerfisins, sem hefur byggst upp á mörgum áratugum. Vindmyllur, allt að 250 metrar á hæð, hafa veruleg áhrif á landslag, hljóðvist og fuglalíf.Því þarf vönduð skref fram á við. Hagkvæm nýting Við þurfum að forðast að óraunhæf verkefni tefji raunhæf áform innan stjórnsýslunnar sem gæti tekið áratugi að vinda ofan af. Til að tryggja ábyrga nýtingu þarf að skilgreina svæði þar sem vindorka er leyfð, í stað þess að einblína aðeins á að útiloka einstök svæði. Byggja þarf upp í skrefum en sú nálgun nýtir lærdóm fyrri verkefna. Hagkvæmni þarf einnig að vera tryggð frá upphafi með ítarlegum rannsóknum á vindgæðum, mati á fýsilegri stærð verkefna, tengikostnaði við flutningskerfi og þörf fyrir jöfnunarorku. Allir þessir þættir hafa áhrif á orkuverðið sem kemur úr framleiðslunni og þarf að vera samkeppnishæft fyrir heimili og atvinnulíf. Vernd íslenskrar náttúru Við megum ekki fórna íslenskri náttúru fyrir hraðsoðna vindorkugarða – verkefni sem hvorki hafa verið hugsuð til enda né mótuð um þau skýr stefna hvernig þau þjóna þjóðinni. Betra er að vinna verkefni í skrefum, hafa þau á ólíkum stöðum á landinu því að vindurinn blæs ekki alltaf á sama stað, til að jafna orkuna. Lærdómur frá Noregi: Mistök sem við verðum að forðast Vindorkan getur gefið möguleika á að styðja við orkuskipti og bæta orkuöryggi en ef svo á að vera þarf að marka leiðina almennilega. Nýlegt dæmi frá Noregi sýnir hvernig vanhugsaðar ákvarðanir geta valdið sundrung í samfélaginu. Til að gera langa sögu stutta þá hafði norskum almenningi verið talið trú um að uppbygging vindorkuvera gæti bætt orkuöryggi heimila og nýst til orkuskipta. En þegar vindorkuverin höfðu risið hækkaði orkuverð til almennings upp úr öllu valdi í kjölfar orkukrísunnar í Evrópu. Jafnframt kom á daginn að stærstur hluti vindorkunnar fór í að stækka samninga orkufreks iðnaðar í stað þess að nýtast heimilum. Norska þjóðin upplifði sig svikinn af loforðum um bætt orkuöryggi, snérist gegn frekari uppbyggingu vindorku, og traust á stjórnvöldum beið hnekki. Norska vatna- og orkumálastofnunin (NVE) hefur gefið út upplýsingar um áhrif vindorkuvera á landnotkun. Samkvæmt NVE hafa vindorkuver í Noregi valdið því að um 385 ferkílómetrar teljast ekki lengur ósnortin náttúra. Það samsvarar um 54.000 fótboltavöllum en áhrifasvæðið sjálft er mun stærra. Mistök Norðmanna eru dýrmæt lexía sem við verðum að nýta. Strax eftir kosningar þarf að tryggja að verkefnin þjónusti samfélagið. Öryggisventlar, sem veita almenningi forgang að orku, eru grundvallaratriði til að vindorkan stuðli að sátt og skapi raunverulegan ávinning fyrir þjóðina. Samtímis má nýta hvata til að efla orkuskiptin sérstaklega, með uppbyggingu orkugjafans, eða til að styðja við önnur samfélagslega mikilvæg verkefni. Ætlum við að gefa hafsvæði? Einnig er tími til að ljúka við regluverk vindorku á hafi, en erlend orkufyrirtæki sækjast þegar eftir nýtingu hér við land og mikilvægt að við gefum ekki hafsvæði frá okkur ókeypis, heldur leigjum gegn gjaldi og í ákveðinn tíma líkt og aðrar þjóðir. Hver græðir á vindorku? Hvort vindorka verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið veltur alfarið á því hvernig nýting hennar er skipulögð. Hingað til hefur nýting orkuauðlinda á Íslandi skilað samfélaginu beinum arði, meðal annars í gegnum fyrirtæki sem eru í eigu þjóðarinnar eða sveitarfélaga. Með vindorkunni birtist hins vegar ný mynd, þar sem flest verkefni eru í höndum einkaaðila. Þessi breytta mynd á grundvallarinnviðum þjóðarinnar hefur birst án þess að nokkur umræða hafi farið fram um hana. Það þýðir einnig að beinn arður af auðlindinni fer síður til samfélagsins, nema sérstakar reglur séu settar. Þegar um auðlindanýtingu er lágmark að útfæra löggjöf þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar og ekki síst nærsamfélaga. Það hefur ekki enn verið gert. Vindorka sem viðbót við orkukerfið Við þurfum að fara rétt að hlutunum í upphafi. Við Íslendingar eigum fjölda dæma þar sem farið hefur verið í uppbyggingu verkefna án þess að rammi hafi verið settur um þau. Við vitum hve erfitt er að breyta slíku eftir á og að lagaleg óvissa er skaðleg bæði fyrir þá sem eru með og á móti verkefnum. Í slíku ástandi hafa skapast átök sem rista djúpt í hjörtum samfélaga og stundum í allri þjóðarsálinni. Við þurfum ekki að endurtaka slíkt. Ef almennilega er staðið að málum getur vindorka orðið mikilvæg viðbót við vatnsafl og jarðhita, sérstaklega yfir vetrartímann þegar lón eru undir álagi. Með ábyrgri nýtingu á völdum stöðum getum við styrkt raforkukerfið og minnkað þörf fyrir innflutning jarðefnaeldsneytis. Vindorkuver eins og Búrfellslundur, sem líklega verður fyrsta stóra vindorkuverið hérlendis, gefur okkur tækifæri til að læra og móta framtíðina. Með skýrri stefnu getum við nýtt vindinn sem auðlind sem tryggir jafnvægi milli náttúru og samfélags. Til að svo megi verða þarf pólitískan kjark og fyrirhyggju í útfærslu og skipulagi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Vindorka Orkumál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér íslenska náttúru, óspillta og einstaka, teppalagða með hundruðum háreistra vindmylla. Þær gnæfa yfir dali og fjallshlíðar en skila þjóðinni takmörkuðum arði og valda miklum deilum. Þetta er ekki framtíðarsýn sem við viljum – og stjórnmálamenn þurfa að gera betur. Núverandi regluverk um vindorku tryggir ekki samfélagslegan ávinning og er ávísun á átök. Vindorka getur skapað verðmæti og útflutningstekjur en án skýrra leikreglna er hætta á að fórna verðmætum náttúruperlum fyrir illa ígrunduð verkefni. Við þurfum stefnu sem tryggir jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélags. Sú er ekki raunin í dag. Staðan í dag Auðlindin vindur gerir íslenska náttúru berskjaldaða vegna sinnar sérstöðu sem felst í því að vera ekki bundinn ákveðnum stöðum, svo sem árfarvegi eða jarðhitasvæðum. Því er hægt að staðsetja vindorkuver mjög víða, og hefur skortur á framtíðarsýn leitt til þess að sprottið hafa upp tugir verkefna til skoðunar. Samþykki landeigenda þarf ekki að liggja fyrir til að virkjunarkostir séu teknir til skoðunar í rammaáætlun eða í ferli umhverfismats sem þýðir að hægt er að setja af stað matsferli án samráðs við landeiganda. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft haft samband við mig sem orkumálastjóra til að lýsa áhyggjum af áhrifum vindorkuvera í sínu nærumhverfi. Á sama tíma hafa bændur kvartað yfir háum kostnaði við umsagnir í flóknum matsferlum við verkefni sem geta haft áhrif á verðmæti og nyt þeirra jarða og ég sá samfélög trosna í deilum um slík verkefni. Ábyrgð hverrar þjóðar að marka stefnu um staðsetningu vindorkuvera – ekki ESB Evrópskt regluverk og löggjöf um raforku, sem Ísland hefur innleitt, leggur áherslu á græna orku og samkeppni í orkumálum en kveður ekki á um hvar vindorka skuli staðsett. Það er á ábyrgð hverrar þjóðar að taka afstöðu til slíkrar nýtingar og marka stefnu um staðsetningu. Stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér á bak við „frjálsa samkeppni“ sem réttlætingu fyrir því að leyfa vindorkuverum að rísa hvar sem er. Ábyrgð stjórnmálanna er óumdeilanleg. Meira en allt uppsett afl íslenska raforkukerfisins Samanlagt afl vindorkuverkefna í ferli er nú meira en allt uppsett afl íslenska raforkukerfisins, sem hefur byggst upp á mörgum áratugum. Vindmyllur, allt að 250 metrar á hæð, hafa veruleg áhrif á landslag, hljóðvist og fuglalíf.Því þarf vönduð skref fram á við. Hagkvæm nýting Við þurfum að forðast að óraunhæf verkefni tefji raunhæf áform innan stjórnsýslunnar sem gæti tekið áratugi að vinda ofan af. Til að tryggja ábyrga nýtingu þarf að skilgreina svæði þar sem vindorka er leyfð, í stað þess að einblína aðeins á að útiloka einstök svæði. Byggja þarf upp í skrefum en sú nálgun nýtir lærdóm fyrri verkefna. Hagkvæmni þarf einnig að vera tryggð frá upphafi með ítarlegum rannsóknum á vindgæðum, mati á fýsilegri stærð verkefna, tengikostnaði við flutningskerfi og þörf fyrir jöfnunarorku. Allir þessir þættir hafa áhrif á orkuverðið sem kemur úr framleiðslunni og þarf að vera samkeppnishæft fyrir heimili og atvinnulíf. Vernd íslenskrar náttúru Við megum ekki fórna íslenskri náttúru fyrir hraðsoðna vindorkugarða – verkefni sem hvorki hafa verið hugsuð til enda né mótuð um þau skýr stefna hvernig þau þjóna þjóðinni. Betra er að vinna verkefni í skrefum, hafa þau á ólíkum stöðum á landinu því að vindurinn blæs ekki alltaf á sama stað, til að jafna orkuna. Lærdómur frá Noregi: Mistök sem við verðum að forðast Vindorkan getur gefið möguleika á að styðja við orkuskipti og bæta orkuöryggi en ef svo á að vera þarf að marka leiðina almennilega. Nýlegt dæmi frá Noregi sýnir hvernig vanhugsaðar ákvarðanir geta valdið sundrung í samfélaginu. Til að gera langa sögu stutta þá hafði norskum almenningi verið talið trú um að uppbygging vindorkuvera gæti bætt orkuöryggi heimila og nýst til orkuskipta. En þegar vindorkuverin höfðu risið hækkaði orkuverð til almennings upp úr öllu valdi í kjölfar orkukrísunnar í Evrópu. Jafnframt kom á daginn að stærstur hluti vindorkunnar fór í að stækka samninga orkufreks iðnaðar í stað þess að nýtast heimilum. Norska þjóðin upplifði sig svikinn af loforðum um bætt orkuöryggi, snérist gegn frekari uppbyggingu vindorku, og traust á stjórnvöldum beið hnekki. Norska vatna- og orkumálastofnunin (NVE) hefur gefið út upplýsingar um áhrif vindorkuvera á landnotkun. Samkvæmt NVE hafa vindorkuver í Noregi valdið því að um 385 ferkílómetrar teljast ekki lengur ósnortin náttúra. Það samsvarar um 54.000 fótboltavöllum en áhrifasvæðið sjálft er mun stærra. Mistök Norðmanna eru dýrmæt lexía sem við verðum að nýta. Strax eftir kosningar þarf að tryggja að verkefnin þjónusti samfélagið. Öryggisventlar, sem veita almenningi forgang að orku, eru grundvallaratriði til að vindorkan stuðli að sátt og skapi raunverulegan ávinning fyrir þjóðina. Samtímis má nýta hvata til að efla orkuskiptin sérstaklega, með uppbyggingu orkugjafans, eða til að styðja við önnur samfélagslega mikilvæg verkefni. Ætlum við að gefa hafsvæði? Einnig er tími til að ljúka við regluverk vindorku á hafi, en erlend orkufyrirtæki sækjast þegar eftir nýtingu hér við land og mikilvægt að við gefum ekki hafsvæði frá okkur ókeypis, heldur leigjum gegn gjaldi og í ákveðinn tíma líkt og aðrar þjóðir. Hver græðir á vindorku? Hvort vindorka verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið veltur alfarið á því hvernig nýting hennar er skipulögð. Hingað til hefur nýting orkuauðlinda á Íslandi skilað samfélaginu beinum arði, meðal annars í gegnum fyrirtæki sem eru í eigu þjóðarinnar eða sveitarfélaga. Með vindorkunni birtist hins vegar ný mynd, þar sem flest verkefni eru í höndum einkaaðila. Þessi breytta mynd á grundvallarinnviðum þjóðarinnar hefur birst án þess að nokkur umræða hafi farið fram um hana. Það þýðir einnig að beinn arður af auðlindinni fer síður til samfélagsins, nema sérstakar reglur séu settar. Þegar um auðlindanýtingu er lágmark að útfæra löggjöf þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar og ekki síst nærsamfélaga. Það hefur ekki enn verið gert. Vindorka sem viðbót við orkukerfið Við þurfum að fara rétt að hlutunum í upphafi. Við Íslendingar eigum fjölda dæma þar sem farið hefur verið í uppbyggingu verkefna án þess að rammi hafi verið settur um þau. Við vitum hve erfitt er að breyta slíku eftir á og að lagaleg óvissa er skaðleg bæði fyrir þá sem eru með og á móti verkefnum. Í slíku ástandi hafa skapast átök sem rista djúpt í hjörtum samfélaga og stundum í allri þjóðarsálinni. Við þurfum ekki að endurtaka slíkt. Ef almennilega er staðið að málum getur vindorka orðið mikilvæg viðbót við vatnsafl og jarðhita, sérstaklega yfir vetrartímann þegar lón eru undir álagi. Með ábyrgri nýtingu á völdum stöðum getum við styrkt raforkukerfið og minnkað þörf fyrir innflutning jarðefnaeldsneytis. Vindorkuver eins og Búrfellslundur, sem líklega verður fyrsta stóra vindorkuverið hérlendis, gefur okkur tækifæri til að læra og móta framtíðina. Með skýrri stefnu getum við nýtt vindinn sem auðlind sem tryggir jafnvægi milli náttúru og samfélags. Til að svo megi verða þarf pólitískan kjark og fyrirhyggju í útfærslu og skipulagi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi orkumálastjóri.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar