Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar 24. nóvember 2024 07:32 Framsóknarflokkurinn boðar í kosningastefnuskrá „óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma“ til að „auka fyrirsjáanleika“.„Markmiðið er að íslensk heimili geti tekið slík lán á hagstæðum kjörum, sem veitir þeim meiri fyrirsjáanleika“ segir Sigríður gervigreind flokksins. Eins á þetta að auka stöðugleika. Sama boðar Flokkur fólksins. Allt er það óútfært og allt og sumt. Hókus pókus. Hvað eru hagstæð kjör Sigurður Ingi? Hvernig er „fyrirsjáanleiki“ ? og „stöðugleiki í fjármálum“ íslenskra heimila ? Er það ekki að stöðugleiki að útgjöld haldist nokkurn veginn í samræmi við tekjur ? Er fyrirsjáanleiki ekki það að geta treyst því að svo muni vera og verða? Eru hægstæð kjör ekki að þau séu sæmilega viðráðanleg? Hefur ekki verið boðið upp á slíkt hér á landi ? Það hefur verið gert Sigurður; allt frá 1986 og með forgöngu flokks með sama nafni og þú ættir að kannast við. Hvernig hefur það gengið, hver hefur greiðslubyrðin og fyrirsjáanleikinn verið, Hver er eignastaðan orðin ? Hvað stendur eftir af skulunum ? Ertu með svar ? Skoðaðu myndritið. Hefur eitthvað farið úrskeiðis í þeim efnum einhvern tímann ? Jú, reyndar í einu sinni en einnig öðru sinni en þá af gjörólikum ástæðum en hvorugu tilfellinu bitnað á öllum heimlium með húsnæðisskuldir. Sumum vissulega; - hvort tveggja mannanna verk. Þorrinn hins vegar ónæmur fyrir því. Hvort tveggja algjör óþarfi. Af hverju hefur það gerst ? Er ekki ráð að líta í baksýnisspegilinn. Í seinna skiptið eins og fyrra varð það á ykkar vakt og upptökin 2020. Það skipti þá engum togum að húsnæðisverð rauk upp og síðan verðbólgan í kjölfarið og húsnæðisverðinu kennt um. Því virðast allir vera búnir að gleyma nú. Viðbörðin þá að setja vexti í 248% greiðslubyrði. Hyggstu afnema verðbólgu hér á landi og lýsa yfir því eins og gert var 2020, að svo sé og verði ? Hvernig fór það ? Baksýnisspegillinn nær enn aftar, til tíma sem þú átt að muna, þegar lán voru óverðtryggð og vextir fóru í ein 40 prósent og dugði þó ekki til; þvert á móti. Mætti draga lærdóm af. Er þetta ekki fullreynt Sigurður ? Veistu hvað „fast verðlag“ er Sigurður ? Veistu hvað raunvirði er ? Veistu hvað jafnvirði er ? Er það einhvers virði ? Þarf ekki að standa vörð um það ? Um er að ræða fjárskuldbindingar sem nema mörgun heildarárslaunum, einum tíu og þar í kring. Ert þú til í að lána þannig sjálfur tug árslauna í fjörutíu ár óverðtryggt á hagstæðum vöxtum (les: lágum vöxtum, - t.d 3,5 %, jafnvel með jafngreiðslu)? Kærðir þú þig um að fá aðeins hluta þess endurgreiddan ? Jafnvel lítinn; jafnvel örlítinn ! Finnst þér eðlilegt að lána bokku og fá skilað slíkri hálfri eða með dregg ? Svo eru það hlutdeildarlánin Sigurður. Þér væntalega kunnugt um að þau eru dýrustu lán – séu þau lán – sem veitt hafa verið. Verðtryggð nei, ekki aldeilis, sögðu þeir sem kynntu þau til sögunnar, hækka sko ekki bara og hækka einhvern veginn og einhvern veginn. Vaxtalaus, ja það er nú svo. Æ, þau hafa reyndar hækkað um 64 % á þessum fjórum árum. Hvernig stóð nú á því ! Kannski við fáum útskrýringar á þessu öllu í Forystusætinu. Hægt er að smella á myndirnar svo þær stækki: Höfundur er ekkiskuldari óverðtryggðra lána Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn boðar í kosningastefnuskrá „óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma“ til að „auka fyrirsjáanleika“.„Markmiðið er að íslensk heimili geti tekið slík lán á hagstæðum kjörum, sem veitir þeim meiri fyrirsjáanleika“ segir Sigríður gervigreind flokksins. Eins á þetta að auka stöðugleika. Sama boðar Flokkur fólksins. Allt er það óútfært og allt og sumt. Hókus pókus. Hvað eru hagstæð kjör Sigurður Ingi? Hvernig er „fyrirsjáanleiki“ ? og „stöðugleiki í fjármálum“ íslenskra heimila ? Er það ekki að stöðugleiki að útgjöld haldist nokkurn veginn í samræmi við tekjur ? Er fyrirsjáanleiki ekki það að geta treyst því að svo muni vera og verða? Eru hægstæð kjör ekki að þau séu sæmilega viðráðanleg? Hefur ekki verið boðið upp á slíkt hér á landi ? Það hefur verið gert Sigurður; allt frá 1986 og með forgöngu flokks með sama nafni og þú ættir að kannast við. Hvernig hefur það gengið, hver hefur greiðslubyrðin og fyrirsjáanleikinn verið, Hver er eignastaðan orðin ? Hvað stendur eftir af skulunum ? Ertu með svar ? Skoðaðu myndritið. Hefur eitthvað farið úrskeiðis í þeim efnum einhvern tímann ? Jú, reyndar í einu sinni en einnig öðru sinni en þá af gjörólikum ástæðum en hvorugu tilfellinu bitnað á öllum heimlium með húsnæðisskuldir. Sumum vissulega; - hvort tveggja mannanna verk. Þorrinn hins vegar ónæmur fyrir því. Hvort tveggja algjör óþarfi. Af hverju hefur það gerst ? Er ekki ráð að líta í baksýnisspegilinn. Í seinna skiptið eins og fyrra varð það á ykkar vakt og upptökin 2020. Það skipti þá engum togum að húsnæðisverð rauk upp og síðan verðbólgan í kjölfarið og húsnæðisverðinu kennt um. Því virðast allir vera búnir að gleyma nú. Viðbörðin þá að setja vexti í 248% greiðslubyrði. Hyggstu afnema verðbólgu hér á landi og lýsa yfir því eins og gert var 2020, að svo sé og verði ? Hvernig fór það ? Baksýnisspegillinn nær enn aftar, til tíma sem þú átt að muna, þegar lán voru óverðtryggð og vextir fóru í ein 40 prósent og dugði þó ekki til; þvert á móti. Mætti draga lærdóm af. Er þetta ekki fullreynt Sigurður ? Veistu hvað „fast verðlag“ er Sigurður ? Veistu hvað raunvirði er ? Veistu hvað jafnvirði er ? Er það einhvers virði ? Þarf ekki að standa vörð um það ? Um er að ræða fjárskuldbindingar sem nema mörgun heildarárslaunum, einum tíu og þar í kring. Ert þú til í að lána þannig sjálfur tug árslauna í fjörutíu ár óverðtryggt á hagstæðum vöxtum (les: lágum vöxtum, - t.d 3,5 %, jafnvel með jafngreiðslu)? Kærðir þú þig um að fá aðeins hluta þess endurgreiddan ? Jafnvel lítinn; jafnvel örlítinn ! Finnst þér eðlilegt að lána bokku og fá skilað slíkri hálfri eða með dregg ? Svo eru það hlutdeildarlánin Sigurður. Þér væntalega kunnugt um að þau eru dýrustu lán – séu þau lán – sem veitt hafa verið. Verðtryggð nei, ekki aldeilis, sögðu þeir sem kynntu þau til sögunnar, hækka sko ekki bara og hækka einhvern veginn og einhvern veginn. Vaxtalaus, ja það er nú svo. Æ, þau hafa reyndar hækkað um 64 % á þessum fjórum árum. Hvernig stóð nú á því ! Kannski við fáum útskrýringar á þessu öllu í Forystusætinu. Hægt er að smella á myndirnar svo þær stækki: Höfundur er ekkiskuldari óverðtryggðra lána
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar