Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar 24. nóvember 2024 11:00 Allt í einu sprettur upp umræða um Evrópusambandið. Mikið af henni byggir afbökun staðreynda og óskhyggju. Ræðum nú tíu ókosti og einn helsta kostinn við aðild að Evrópusambandinu. Tíu ókostir 1. Evrópusambandið er ólíkt Íslandi. Í þeim ríkjum sem þar fara með stjórn byggir efnahagurinn á framleiðslu og sölu á háþróuðum iðnvarningi, löndin eru þéttbýl og samfélögin stór. Á Íslandi býr örþjóð í stóru landi og efnahagur byggir á fiskveiðum, þjónustu við ferðamenn og orkufrekum iðnaði. Lög sambandsins þjóna þörfum hinna stóru, annað væri ólýðræðislegt. Þarfir hinna stóru eru ekki þær sömu og þarfir Íslands, nema stundum. Stundum er ekki nóg. 2. Félagsgjaldið er hátt. Margir milljarðar. Sjóðir bandalagsins mundu eflaust styrkja einstök verkefni á Íslandi, en heildarfjárstreymið yrði frá Íslandi til annarra héraða sambandsins. Í Evrópusambandinu streymir skattfé frá ríku löndunum til þeirra fátæku. Ísland er töluvert ríkara en meðalríki í Evrópusambandinu og miklu ríkara en þau fátækustu. Vilji menn styrkja fátæk ríki koma þó önnur og fjarlægari ríki ofar á listann. Þar er fólk sem býr við skort og mundi þiggja að þeir ríkustu, sem eiga aura aflögu, byggju við þá heimssýn að líta til sín, frekar en til þeirra næstríkustu. 3. Evrópusambandið er tollabandalag 5% mannkyns. Það hefur og mun eflaust eiga í viðskiptadeilum við aðra hluta heimsins. Tollar eða aðrar viðskiptahindranir bandalagsins út á við gætu reynst Íslandi afar dýrkeyptar. Saga Íslands sýnir að yfirráð yfir eigin utanríkisverslun eru Íslendingum mjög mikilvæg. Þau má ekki láta í hendur stórvelda sem er í raun sama um hvort Ísland flýtur eða sekkur. 4. Lög Evrópusambandsins gilda í öllum löndum Evrópusambandsins og ganga framar heimasömdum lögum. Evrópusambandslöggjöf er mótuð af þörfum hinna stóru samfélaga sem eru um margt ólík því sem er á Íslandi. Evrópusambandsaðild væri því afnám lýðræðis í þeirri merkingu sem flestir á Íslandi leggja í það orð. Það gæti reynst Íslendingum mjög dýrkeypt að búa við Evrópulög og geta sig hvergi hrært þegar lögin eru vond fyrir Ísland. 5. Evra hentar Íslandi illa. Gengi evru tekur mið af öðrum aðstæðum en eru á Íslandi. Evra útvegar ekki ódýrt lánsfjármagn. Núna er verðbólgan á Íslandi lítið hærri en í evrulöndum á borð við Holland og Eistland. Íslenska krónan á ekki sök á nýliðnu verðbólguskoti. Það má m.a. tengja við stjórnun húsnæðismála innanlands. 6. Evrópusambandið á í miklum og varanlegum efnahagserfiðleikum. Þar er mikið atvinnuleysi og langtímatvinnuleysi, lítil framleiðni, takmarkaður vöxtur, útbreidd fátækt, stríð túnfætinum og ólga í stjórnmálum sem óvíst er hvert leiði. Það væri óðs manns æði að færa slíku sambandi völd á Íslandi. 7. Nú þegar er farið að bera á sköttum og gjöldum sem leggjast þyngra á íslenskt samfélag en önnur ríki Evrópu. Ástæða er til að ætla að slíkt mundi aukast, þannig virkar lýðræði hinna stóru. 8. Það mundi kosta Íslendinga mjög mikið að byggja upp stjórnkerfi til að fullnægja kröfum Evrópusambandsins. 9. Evrópusambandið veitir ekki öryggi. Þeir sem hallast að N-Atlantshafsbandalaginu ættu að velta fyrir sér hvort þeir trúi því í alvöru að Bretar og Bandaríkjamenn mundu nokkurn tímann sætta sig við að ríki sem þeim væri fjandsamlegt næði fótfestu á Íslandi, jafnvel þótt ekkert væri Nató. Þeir sem efast um að aukin hervæðing sé hin rétta leið ættu að horfast í augu við einlægan og margskjalfestan vilja Evrópusambandsins til að verða herveldi. 10. Ógerningur er fyrir smáþjóð að komast aftur út úr sambandinu. Það er ekki ætlast til þess að þjóðir yfirgefi klúbbinn. Það kom mjög skýrt í ljós í tengslum við Brexit. Bretar sluppu, þrátt fyrir hið vonda fordæmi brottfararinnar. Það var vegna þess að breskur markaður var mikilvægur fyrir stóru ríkin á meginlandinu. Íslenskur markaður skiptir þau engu máli. Þegar smáríki á í hlut gildir að setja ekki slæmt fordæmi með því að sleppa ríkinu út. Íslendingar geta ekki reiknað með að komast út ef og þegar sambandið setur lög sem eru Íslendingum mjög óhagstæð. Einn kostur Flest mál hafa margar hliðar, og sú hugmynd að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu er þar á meðal. Ókostirnir eru óteljandi, margir mjög stórir og hafa sumir verið taldir upp hér. Kosturinn er einn. 1. Það bjóðast atvinnutækifæri fyrir hóp fólks, sem að vísu er frekar lítill. Kannski þar sé komin skýringin á því hversu vinsælt Evrópusambandið er meðal stjórnmálamanna víða um lönd, en óvinsælt meðal alþýðu. Niðurstaðan Hlutverk Íslendinga í Evrópusambandi yrði í fyrsta lagi að borga mikið og í öðru lagi að hlýða, því þannig virkar lýðræði hinna stóru. Höfundur er formaður Heimssýnar sem er félag um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt í einu sprettur upp umræða um Evrópusambandið. Mikið af henni byggir afbökun staðreynda og óskhyggju. Ræðum nú tíu ókosti og einn helsta kostinn við aðild að Evrópusambandinu. Tíu ókostir 1. Evrópusambandið er ólíkt Íslandi. Í þeim ríkjum sem þar fara með stjórn byggir efnahagurinn á framleiðslu og sölu á háþróuðum iðnvarningi, löndin eru þéttbýl og samfélögin stór. Á Íslandi býr örþjóð í stóru landi og efnahagur byggir á fiskveiðum, þjónustu við ferðamenn og orkufrekum iðnaði. Lög sambandsins þjóna þörfum hinna stóru, annað væri ólýðræðislegt. Þarfir hinna stóru eru ekki þær sömu og þarfir Íslands, nema stundum. Stundum er ekki nóg. 2. Félagsgjaldið er hátt. Margir milljarðar. Sjóðir bandalagsins mundu eflaust styrkja einstök verkefni á Íslandi, en heildarfjárstreymið yrði frá Íslandi til annarra héraða sambandsins. Í Evrópusambandinu streymir skattfé frá ríku löndunum til þeirra fátæku. Ísland er töluvert ríkara en meðalríki í Evrópusambandinu og miklu ríkara en þau fátækustu. Vilji menn styrkja fátæk ríki koma þó önnur og fjarlægari ríki ofar á listann. Þar er fólk sem býr við skort og mundi þiggja að þeir ríkustu, sem eiga aura aflögu, byggju við þá heimssýn að líta til sín, frekar en til þeirra næstríkustu. 3. Evrópusambandið er tollabandalag 5% mannkyns. Það hefur og mun eflaust eiga í viðskiptadeilum við aðra hluta heimsins. Tollar eða aðrar viðskiptahindranir bandalagsins út á við gætu reynst Íslandi afar dýrkeyptar. Saga Íslands sýnir að yfirráð yfir eigin utanríkisverslun eru Íslendingum mjög mikilvæg. Þau má ekki láta í hendur stórvelda sem er í raun sama um hvort Ísland flýtur eða sekkur. 4. Lög Evrópusambandsins gilda í öllum löndum Evrópusambandsins og ganga framar heimasömdum lögum. Evrópusambandslöggjöf er mótuð af þörfum hinna stóru samfélaga sem eru um margt ólík því sem er á Íslandi. Evrópusambandsaðild væri því afnám lýðræðis í þeirri merkingu sem flestir á Íslandi leggja í það orð. Það gæti reynst Íslendingum mjög dýrkeypt að búa við Evrópulög og geta sig hvergi hrært þegar lögin eru vond fyrir Ísland. 5. Evra hentar Íslandi illa. Gengi evru tekur mið af öðrum aðstæðum en eru á Íslandi. Evra útvegar ekki ódýrt lánsfjármagn. Núna er verðbólgan á Íslandi lítið hærri en í evrulöndum á borð við Holland og Eistland. Íslenska krónan á ekki sök á nýliðnu verðbólguskoti. Það má m.a. tengja við stjórnun húsnæðismála innanlands. 6. Evrópusambandið á í miklum og varanlegum efnahagserfiðleikum. Þar er mikið atvinnuleysi og langtímatvinnuleysi, lítil framleiðni, takmarkaður vöxtur, útbreidd fátækt, stríð túnfætinum og ólga í stjórnmálum sem óvíst er hvert leiði. Það væri óðs manns æði að færa slíku sambandi völd á Íslandi. 7. Nú þegar er farið að bera á sköttum og gjöldum sem leggjast þyngra á íslenskt samfélag en önnur ríki Evrópu. Ástæða er til að ætla að slíkt mundi aukast, þannig virkar lýðræði hinna stóru. 8. Það mundi kosta Íslendinga mjög mikið að byggja upp stjórnkerfi til að fullnægja kröfum Evrópusambandsins. 9. Evrópusambandið veitir ekki öryggi. Þeir sem hallast að N-Atlantshafsbandalaginu ættu að velta fyrir sér hvort þeir trúi því í alvöru að Bretar og Bandaríkjamenn mundu nokkurn tímann sætta sig við að ríki sem þeim væri fjandsamlegt næði fótfestu á Íslandi, jafnvel þótt ekkert væri Nató. Þeir sem efast um að aukin hervæðing sé hin rétta leið ættu að horfast í augu við einlægan og margskjalfestan vilja Evrópusambandsins til að verða herveldi. 10. Ógerningur er fyrir smáþjóð að komast aftur út úr sambandinu. Það er ekki ætlast til þess að þjóðir yfirgefi klúbbinn. Það kom mjög skýrt í ljós í tengslum við Brexit. Bretar sluppu, þrátt fyrir hið vonda fordæmi brottfararinnar. Það var vegna þess að breskur markaður var mikilvægur fyrir stóru ríkin á meginlandinu. Íslenskur markaður skiptir þau engu máli. Þegar smáríki á í hlut gildir að setja ekki slæmt fordæmi með því að sleppa ríkinu út. Íslendingar geta ekki reiknað með að komast út ef og þegar sambandið setur lög sem eru Íslendingum mjög óhagstæð. Einn kostur Flest mál hafa margar hliðar, og sú hugmynd að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu er þar á meðal. Ókostirnir eru óteljandi, margir mjög stórir og hafa sumir verið taldir upp hér. Kosturinn er einn. 1. Það bjóðast atvinnutækifæri fyrir hóp fólks, sem að vísu er frekar lítill. Kannski þar sé komin skýringin á því hversu vinsælt Evrópusambandið er meðal stjórnmálamanna víða um lönd, en óvinsælt meðal alþýðu. Niðurstaðan Hlutverk Íslendinga í Evrópusambandi yrði í fyrsta lagi að borga mikið og í öðru lagi að hlýða, því þannig virkar lýðræði hinna stóru. Höfundur er formaður Heimssýnar sem er félag um fullveldi Íslands.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar