Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:02 Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar