Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:22 Calin Georgescu háði sína baráttu að mestu á TikToko. Vísir/AP Þjóðernissinninn Calin Georgescu leiðir óvænt eftir fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu. Georgescu er hægrisinnaður og styður Rússland. Eftir að 96 prósent atkvæða hafa verið talin leiðir Georgescu með 22 prósent allra atkvæða. Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins. Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins.
Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira