Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Árni Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2024 18:47 Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik gegn Ítalíu. vísir/anton Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. Leikurinn hófst í hægagangi þar sem báðum liðum voru mislagðar hendur og tók það nærrum því tvær mínútur fyrir liðin að komast á blað. Ítalir áttu fyrsta höggið en Ísland tók þá völdin. Staðan var 4-4 en hún var allt í einu komin í 6-19 fyrir okkar menn þar sem varnarleikurinn var til fyrirmyndar og Ítalir vissu ekki sitt rjúkandi ráð í sóknarleik sínum. Leikhléin þeirra virkuðu ekki sem skildi og flautukarfa frá Jóni Axel Guðmundssyni kom muninum í 9-22 þegar fyrsta leikhluta lauk. Það þurfti að passa upp á að halda gæðum í varnarleiknum, sem gekk eftir, en sóknarleikurinn kólnaði harkalega í öðrum leikhluta. Ítalía náði takti í sóknarleiknum en varnarleikur Íslands var fínn og heimamenn læstu í vörninni. Það gerði það að verkum að Ítalir unnu annan leikhluta 20-10 en Ísland hélt í forskotið sem þeir höfðu byggt upp í upphafi leiks. Staðan 29-32 í hálfleik og það var það eina jákvæða í öðrum leikhluta. Sigur andans og Kidda Pálss. Það blés ekki byrlega í upphafi seinni hálfleiks og fór um mann hrollur þegar Íslandi gekk illa að skora og Ítalía komst yfir með fjórum stigum þegar ca. fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Þá tóku strákarnir við sér og þá sérstaklega Kristinn Pálsson. Hann byrjaði á því að jafna metin í 41-41 og skoraði svo átta stig til viðbótar og kom Íslandi í 47-50. Þá skiptust liðin á að skora og forskotið skiptist á milli eins og í borðtennis. Sigtryggur Arnar kom síðan inn á og náði mjög góðum takti í sínum leik og var útséð með að Ísland var að lifa af mjög slæman kafla í þriðja leikhluta. Staðan 56-58 þegar fjórði leikhluti var framundan og allt gat gerst. Ísland steig þá fastar til jarðar í vörninni sinni og náði að slíta sig frá heimamönnum og staðan orðið 57-61 og Elvar Már Friðriksson náði að trekkja sig í gang og komst trekk í trekk á vítalínuna og gekk vel að koma boltanum ofan í körfuna. Það varð mjög hljóðlátt í höllinni og Ítalir voru orðnir örvæntingafullir. Sóknarleikur heimamanna stífnaði svo alveg og Ísland gekk á lagið og áður en við var litið var Ísland komið í 14 stiga mun og Ítalir farnir á taugum. Langar sóknir fylgdu í kjölfarið. Vörn Íslands gerði það að verkum að heimamenn komust ekki langt og Ísland var skynsamlegt í sínum sóknarleik. Ítalir náðu þó að henda niður þristum trekk í trekk og var Ricci þar fremstur í broddi fylkingar. Heimamenn náðu að koma muninum í sex stig og var farið að fara um mann hérna. Ísland er samt svo sterkt á svellinu, hélt haus og var að ná í villur. Okkar menn komnir í skotrétt og hvert vítið fór niður á eftir öðru sem gerði það að verkum að munurinn var tveggja til þriggja körfu leikur og Ítalir áttu ekki kraftinn til að ná Íslandi og leiktíminn fjaraði út í stöðunni 74-81. Atvik leiksins Sigurinn sjálfur er atvik leiksins. Það eru of mörg atvik í leiknum sjálfum sem hægt er að taka út og því verður heildin að tala fyrir sínu og hún gerir það svo sannarlega. Útisigur gegn Ítalíu sem er 14. besta körfuboltalið í heiminum verður seint toppaður og viðsnúningurinn á milli leikjanna er eiginlega ótrúlegur. Þá er þetta sigur liðsheildarinnar en allir nema Kári Jónsson komu við sögu og níu leikmenn komust á blað. Allir sem snertu gólfið lögðu lóð á vogaskálarnar og úr varð frábær og sögufrægur sigur íslenska körfuboltaliðsins. Stjörnur og skúrkar Það eru að sjálfsögðu engir skúrkar í íslenska liðinu. Þeir voru allir klæddir bláu í kvöld og ég mun leyfa ítölskum blaðamönnum að rífa þá í sig. Kristinn Pálsson er að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Kristinn skoraði 22 stig og þau voru öll mikilvæg og koma, að manni fannst, alltaf á réttum og mikilvægum augnablikum. Elvar Friðriksson var honum næstur með 15 stig og átta stoðsendingar. Ægir Þór skilaði fimm stoðsendingum og spilaði frábæra vörn og unnust hans mínútur með 12 stigum en hann skoraði tvö stig á 29 mínútum. Svo fá allir hrós fyrir frábæran leik. Hér má skoða tölfræði leiksins sem er frábær. Umgjörð og stemmning Þessi höll er frábær en stemmningin var súr á löngum köflum og það er strákunum okkar að þakka sem þögguðu niður í nærrum því fimm þúsund heimamönnum. Maður getur ekki orða bundist yfir þessari frammistöðu. Dómarar Ekkert yfir störfum dómara að kvarta. Það hefði örugglega verið hægt að fara í einhvern flautukonsert þar sem hart var barist en leikmenn réðu því hvernig leikurinn fór. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. Leikurinn hófst í hægagangi þar sem báðum liðum voru mislagðar hendur og tók það nærrum því tvær mínútur fyrir liðin að komast á blað. Ítalir áttu fyrsta höggið en Ísland tók þá völdin. Staðan var 4-4 en hún var allt í einu komin í 6-19 fyrir okkar menn þar sem varnarleikurinn var til fyrirmyndar og Ítalir vissu ekki sitt rjúkandi ráð í sóknarleik sínum. Leikhléin þeirra virkuðu ekki sem skildi og flautukarfa frá Jóni Axel Guðmundssyni kom muninum í 9-22 þegar fyrsta leikhluta lauk. Það þurfti að passa upp á að halda gæðum í varnarleiknum, sem gekk eftir, en sóknarleikurinn kólnaði harkalega í öðrum leikhluta. Ítalía náði takti í sóknarleiknum en varnarleikur Íslands var fínn og heimamenn læstu í vörninni. Það gerði það að verkum að Ítalir unnu annan leikhluta 20-10 en Ísland hélt í forskotið sem þeir höfðu byggt upp í upphafi leiks. Staðan 29-32 í hálfleik og það var það eina jákvæða í öðrum leikhluta. Sigur andans og Kidda Pálss. Það blés ekki byrlega í upphafi seinni hálfleiks og fór um mann hrollur þegar Íslandi gekk illa að skora og Ítalía komst yfir með fjórum stigum þegar ca. fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Þá tóku strákarnir við sér og þá sérstaklega Kristinn Pálsson. Hann byrjaði á því að jafna metin í 41-41 og skoraði svo átta stig til viðbótar og kom Íslandi í 47-50. Þá skiptust liðin á að skora og forskotið skiptist á milli eins og í borðtennis. Sigtryggur Arnar kom síðan inn á og náði mjög góðum takti í sínum leik og var útséð með að Ísland var að lifa af mjög slæman kafla í þriðja leikhluta. Staðan 56-58 þegar fjórði leikhluti var framundan og allt gat gerst. Ísland steig þá fastar til jarðar í vörninni sinni og náði að slíta sig frá heimamönnum og staðan orðið 57-61 og Elvar Már Friðriksson náði að trekkja sig í gang og komst trekk í trekk á vítalínuna og gekk vel að koma boltanum ofan í körfuna. Það varð mjög hljóðlátt í höllinni og Ítalir voru orðnir örvæntingafullir. Sóknarleikur heimamanna stífnaði svo alveg og Ísland gekk á lagið og áður en við var litið var Ísland komið í 14 stiga mun og Ítalir farnir á taugum. Langar sóknir fylgdu í kjölfarið. Vörn Íslands gerði það að verkum að heimamenn komust ekki langt og Ísland var skynsamlegt í sínum sóknarleik. Ítalir náðu þó að henda niður þristum trekk í trekk og var Ricci þar fremstur í broddi fylkingar. Heimamenn náðu að koma muninum í sex stig og var farið að fara um mann hérna. Ísland er samt svo sterkt á svellinu, hélt haus og var að ná í villur. Okkar menn komnir í skotrétt og hvert vítið fór niður á eftir öðru sem gerði það að verkum að munurinn var tveggja til þriggja körfu leikur og Ítalir áttu ekki kraftinn til að ná Íslandi og leiktíminn fjaraði út í stöðunni 74-81. Atvik leiksins Sigurinn sjálfur er atvik leiksins. Það eru of mörg atvik í leiknum sjálfum sem hægt er að taka út og því verður heildin að tala fyrir sínu og hún gerir það svo sannarlega. Útisigur gegn Ítalíu sem er 14. besta körfuboltalið í heiminum verður seint toppaður og viðsnúningurinn á milli leikjanna er eiginlega ótrúlegur. Þá er þetta sigur liðsheildarinnar en allir nema Kári Jónsson komu við sögu og níu leikmenn komust á blað. Allir sem snertu gólfið lögðu lóð á vogaskálarnar og úr varð frábær og sögufrægur sigur íslenska körfuboltaliðsins. Stjörnur og skúrkar Það eru að sjálfsögðu engir skúrkar í íslenska liðinu. Þeir voru allir klæddir bláu í kvöld og ég mun leyfa ítölskum blaðamönnum að rífa þá í sig. Kristinn Pálsson er að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Kristinn skoraði 22 stig og þau voru öll mikilvæg og koma, að manni fannst, alltaf á réttum og mikilvægum augnablikum. Elvar Friðriksson var honum næstur með 15 stig og átta stoðsendingar. Ægir Þór skilaði fimm stoðsendingum og spilaði frábæra vörn og unnust hans mínútur með 12 stigum en hann skoraði tvö stig á 29 mínútum. Svo fá allir hrós fyrir frábæran leik. Hér má skoða tölfræði leiksins sem er frábær. Umgjörð og stemmning Þessi höll er frábær en stemmningin var súr á löngum köflum og það er strákunum okkar að þakka sem þögguðu niður í nærrum því fimm þúsund heimamönnum. Maður getur ekki orða bundist yfir þessari frammistöðu. Dómarar Ekkert yfir störfum dómara að kvarta. Það hefði örugglega verið hægt að fara í einhvern flautukonsert þar sem hart var barist en leikmenn réðu því hvernig leikurinn fór.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum