Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 16:02 Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar