Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Åge Hareide sést hér í síðasta leiknum sínum þegar Ísland tapaði á móti Wales i Þjóðadeildinni. Getty/James Gill Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira