Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson eru taldir líklegastir til að taka við karlalandsliðinu. Báðir eru sagðir áhugasamir en hvorugur hefur, enn sem komið er, heyrt frá KSÍ. Samsett/Getty Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands. Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31
Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51
Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02
Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00