Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 15:51 Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Norðausturkjördæmi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun