Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2024 07:10 Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Skattar og tollar Eldri borgarar Tryggingar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun