„Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. nóvember 2024 22:02 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins að gefa þumalinn upp Vísir/Anton Brink Evrópukeppni FH-inga lauk með fjögurra marka tapi gegn Fenix Toulouse 25-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ósáttur með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Sjá meira
„Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Sjá meira