Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:22 Clare Nowland var þekkt í heimabæ sínum og fór meðal annars í fallhlífarstökk þegar hún varð áttræð. AP/ABC Kristian White, 34 ára lögreglumaður, hefur verið fundinn sekur um að hafa banað Clare Nowland, 95 ára, þegar hann skaut hana með rafbyssu. Nowland féll, fékk höfuðhögg og lést í kjölfarið. Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira