Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 16:51 Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun