Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar 28. nóvember 2024 08:42 Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni. Þegar að hún fór á leikskóla þá læddist hún með veggjum, passaði helst að taka ekkert pláss. Það gekk svo langt að eitt sinn hringdu kennararnir á deildinni hennar í okkur og báðu um að hún væri sótt því að hún væri orðin hás og væri líklega að verða lasin. Kom á daginn að mín kona þorði lítið að tjá sig en var að prófa og gerði það með þessu hása hvísli. Með hverjum deginum sem að hún mætti í leikskólann að þá horfðum við á hana vaxa, þroskast og verða sterkari og sterkari félagslega. Í dag elskar hún leikskólann sinn og það er fyrst og fremst starfsfólki leikskólans að þakka. Núna 20. desember að þá verður hún fjögurra ára. Hún er búin að bíða eftir þeim degi síðan 21. desember þegar að hún var orðin þriggja ára. Hún er búin að ræða þetta mikið og sjá þetta allt saman fyrir sér, hver á að sitja hvar, hvernig kórónu hún ætlar að fá og spennan er gríðarleg fyrir því að fá mögulega saltstangir í leikskólanum. Ég á ótrúlega erfitt með það að útskýra fyrir henni að líklega fái hún ekki afmæli á leikskólanum, aðallega vegna þess að hún spyr mig afhverju? Ég því miður ekki svo greindur að geta útskýrt það fyrir þriggja ára dóttur minni afhverju hún fær ekki afmæli á leikskólanum. Ætli það sé ekki vegna þess að ég get ekki ætlast til þess af henni að skilja kjarabaráttu og afhverju hún bitnar á henni. Það eru fleiri atriði sem að ég á erfitt með að útskýra fyrir henni, eins og t.d. afhverju besta vinkona hennar sem býr við hliðina á okkur fær að mæta í leikskólann sinn, afhverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að gera jólaskraut í leikskólanum, afhverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að fara í söngstund í leikskólanum sínum. Ég skora á Magnús Þór Jónsson formann KÍ að koma í heimsókn til mín og útskýra þetta fyrir henni, ég mun hlusta af mikilli athygli og læra hvernig hann stendur að því. Dóttir mín er gríðarlega heppin að vera á frábærum leikskóla þar sem unnið stórkostlegt starf. Hún er með frábæran deildarstjóra og frábæra kennara inn á deildinni. Svo frábæra að þær eru bestu vinkonur hennar, ásamt mörgum öðrum suma daga eins og gengur og gerist en þær eru fastinn. Vegna þeirra þá ætti ég að standa með kennurum. En svo eru það hinar hliðarnar á teningnum fræga. Afhverju ætti ég að standa með kennurum þegar að forysta þeirra býr til minnihlutahópa og mismunar börnum. Af öllu því fólki sem að er sett í minnihlutahópa og er mismunað, eru þá ekki börn versti hópurinn til þess að vera beitt slíku? Ég hef mikið velt fyrir mér hvort að við munum hugsa til baka til þessara aðgerða, bæði við sem höfum orðið fyrir þeim og þeir sem að hrintu þeim í framkvæmd, eins og við hugsum um aðgerðirnar sem að var beitt hér þegar að Covid-19 herjaði á þjóðina. Ég, í einfeldni minni, á bara ótrúlega erfitt með það að sjá það hvernig þetta verkfall hefur að eitthverju leyti sett þrýsting á það að samningar náist. Ég minni t.d. á 17 daga hlé á viðræðum, þar sem m.a. formaður KÍ skellti sér á Liverpool leik. 17 dagar eru margir dagar af aðgerðarleysi og 17 dagar eru margir dagar af skólaleysi. 5 vikur er líka langur tími í verkfalli en það undarlegasta við stöðuna sem við erum í sem foreldrar barna sem hafa verið í 5 vikur í verkfalli er að við erum ennþá að segja frá því að það sé verkfall. Hvað segir það okkur? Segir það okkur ekki nákvæmlega það að aðgerðirnar eru ekki að virka? Að þær séu ekki að skila áætluðum árangri? Að þær séu ekki að búa til þrýsting? Við fengum von um bætta tíð þegar að formennska KÍ bauð sveitarfélögunum að leysa leikskólana úr prísundinni gegn því að þau myndu greiða laun starfsmannanna á meðan á verkfallinu hefur staðið. Allir biðu í ofvæni eftir því að klukkan slægi 12 á mánudeginum. Ekkert. Ekki bofs. Hvorki frá KÍ né sveitarfélögunum. Ég var mjög vongóður um að það frábæra fólk sem að starfar í mínum bæ, Reykjanesbæ, myndi sjá til þess að leiðrétta þessa mismunun sem hefur orðið hjá yngsta hópi bæjarfélagsins en ég verð að segja að viðbrögðin voru mikil vonbrigði. Ég sendi bæjarstjórn hvatningarbréf þar sem ég kvatti þau til dáða að ganga að tillögu KÍ en svörin voru mjög einföld. Erindi móttekið. Að undanskyldum einum bæjarfulltrúa í minnihluta sem að lét sig málið raunverulega varða. Það er svo annað, reikningar fyrir leikskólagjöldunum virðast ekki fara í verkfall? Hér höfum við greitt full leikskólagjöld fyrsta mánuð verkfallsins og hálft gjald hinn mánuðinn. Seinna gjaldið var sagt vera vegna þess að fyrirtækið sem að sér um matinn í leikskólanum hafi sent reikning fyrir mat þann mánuðinn. Þessu hefur svo verið fylgt eftir og er fjarri sannleikanum, eðli málsins samkvæmt að þá afhentu þeir engan mat þar sem að leikskólinn er lokaður. Ekki benda á mig, segir gjaldkerinn. Kerfið auðvitað svo stórt og flókið að vonandi verða þessir reikningar leiðréttir fyrir næstu jól. Ég hef lesið margar greinar, margar athugasemdir og alls konar skrif kennara um það þar sem þau eru beinlínis að undrast á því að við stöndum ekki með þeim, það er bara ein ástæða, það er aðferðarfræðin. Ekkert annað. Ég held að ég tali fyrir hönd flestra foreldra, ef ekki allra, þegar að ég segi að við viljum að kennarar séu á frábærum launum, að þeim skorti ekki neitt. Enda snýr gagnrýnin ekki að kennurunum, gagnrýnin snýr að formennsku KÍ og aðferðunum sem að hún beitir til þess að knýja fram samninga fyrir sína félagsmenn. Það hafa meira að segja kennarar, sem að eru í verkfalli, gagnrýnt þessar aðferðir við okkur. Til þess að það sé alveg kýrskýrt að þá snýr gagnrýni okkar að engu leyti að kennurum, þeirra aðstöðu, launakjörum, hlutverki eða neinu sem að viðkemur starfi kennaranna. Hún snýr alfarið að forystu KÍ og þeirra aðferðum. Ég treysti kennurum fyrir því dýrmætasta sem að ég á í veröldinni en ég get því miður ekki treyst forystu sem að mismunar barninu mínu og setur það vísvitandi í minnihlutahóp. Ég held að margir foreldrar séu á þeim stað með mér. Bæði þeir foreldrar sem hafa orðið fyrir aðgerðunum og eins foreldrar sem hafa ekki orðið fyrir aðgerðunum. Það verður verðugt verkefni fyrir forystu KÍ að vinna það traust til baka. Vegna þeirra þá ætti ég ekki að standa með kennurum. Ég hef reynt, með misjöfnum árangri að tileinka mér það að það megi skipta um skoðun, það megi hlusta á gagnrýni og nýta sér hana sér til gagns. Því hvet ég formennsku KÍ til þess að endurskoða aðferðafræði sína að hafa sömu 4 leikskólana í ótímabundnu verkfalli allt frá fyrsta degi og þar með mismuna þeim samanborið við hin 20 og eitthvað þúsund leikskólabörn landsins. Með því að láta verkfallið flytjast á milli skóla, líkt og er gert á öllum öðrum skólastigum, þá bæði náið þið að láta verkfallið hafa breiðari áhrif og á sama tíma sleppið þið við það að mismuna leikskólabörnum landsins. Höfum það hugfast að valdi fylgir mikil ábyrgð. Með baráttukveðju Stefán Birgir Jóhannesson Höfundur er foreldri barns á leikskólanum Holt í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Reykjanesbær Skóla- og menntamál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni. Þegar að hún fór á leikskóla þá læddist hún með veggjum, passaði helst að taka ekkert pláss. Það gekk svo langt að eitt sinn hringdu kennararnir á deildinni hennar í okkur og báðu um að hún væri sótt því að hún væri orðin hás og væri líklega að verða lasin. Kom á daginn að mín kona þorði lítið að tjá sig en var að prófa og gerði það með þessu hása hvísli. Með hverjum deginum sem að hún mætti í leikskólann að þá horfðum við á hana vaxa, þroskast og verða sterkari og sterkari félagslega. Í dag elskar hún leikskólann sinn og það er fyrst og fremst starfsfólki leikskólans að þakka. Núna 20. desember að þá verður hún fjögurra ára. Hún er búin að bíða eftir þeim degi síðan 21. desember þegar að hún var orðin þriggja ára. Hún er búin að ræða þetta mikið og sjá þetta allt saman fyrir sér, hver á að sitja hvar, hvernig kórónu hún ætlar að fá og spennan er gríðarleg fyrir því að fá mögulega saltstangir í leikskólanum. Ég á ótrúlega erfitt með það að útskýra fyrir henni að líklega fái hún ekki afmæli á leikskólanum, aðallega vegna þess að hún spyr mig afhverju? Ég því miður ekki svo greindur að geta útskýrt það fyrir þriggja ára dóttur minni afhverju hún fær ekki afmæli á leikskólanum. Ætli það sé ekki vegna þess að ég get ekki ætlast til þess af henni að skilja kjarabaráttu og afhverju hún bitnar á henni. Það eru fleiri atriði sem að ég á erfitt með að útskýra fyrir henni, eins og t.d. afhverju besta vinkona hennar sem býr við hliðina á okkur fær að mæta í leikskólann sinn, afhverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að gera jólaskraut í leikskólanum, afhverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að fara í söngstund í leikskólanum sínum. Ég skora á Magnús Þór Jónsson formann KÍ að koma í heimsókn til mín og útskýra þetta fyrir henni, ég mun hlusta af mikilli athygli og læra hvernig hann stendur að því. Dóttir mín er gríðarlega heppin að vera á frábærum leikskóla þar sem unnið stórkostlegt starf. Hún er með frábæran deildarstjóra og frábæra kennara inn á deildinni. Svo frábæra að þær eru bestu vinkonur hennar, ásamt mörgum öðrum suma daga eins og gengur og gerist en þær eru fastinn. Vegna þeirra þá ætti ég að standa með kennurum. En svo eru það hinar hliðarnar á teningnum fræga. Afhverju ætti ég að standa með kennurum þegar að forysta þeirra býr til minnihlutahópa og mismunar börnum. Af öllu því fólki sem að er sett í minnihlutahópa og er mismunað, eru þá ekki börn versti hópurinn til þess að vera beitt slíku? Ég hef mikið velt fyrir mér hvort að við munum hugsa til baka til þessara aðgerða, bæði við sem höfum orðið fyrir þeim og þeir sem að hrintu þeim í framkvæmd, eins og við hugsum um aðgerðirnar sem að var beitt hér þegar að Covid-19 herjaði á þjóðina. Ég, í einfeldni minni, á bara ótrúlega erfitt með það að sjá það hvernig þetta verkfall hefur að eitthverju leyti sett þrýsting á það að samningar náist. Ég minni t.d. á 17 daga hlé á viðræðum, þar sem m.a. formaður KÍ skellti sér á Liverpool leik. 17 dagar eru margir dagar af aðgerðarleysi og 17 dagar eru margir dagar af skólaleysi. 5 vikur er líka langur tími í verkfalli en það undarlegasta við stöðuna sem við erum í sem foreldrar barna sem hafa verið í 5 vikur í verkfalli er að við erum ennþá að segja frá því að það sé verkfall. Hvað segir það okkur? Segir það okkur ekki nákvæmlega það að aðgerðirnar eru ekki að virka? Að þær séu ekki að skila áætluðum árangri? Að þær séu ekki að búa til þrýsting? Við fengum von um bætta tíð þegar að formennska KÍ bauð sveitarfélögunum að leysa leikskólana úr prísundinni gegn því að þau myndu greiða laun starfsmannanna á meðan á verkfallinu hefur staðið. Allir biðu í ofvæni eftir því að klukkan slægi 12 á mánudeginum. Ekkert. Ekki bofs. Hvorki frá KÍ né sveitarfélögunum. Ég var mjög vongóður um að það frábæra fólk sem að starfar í mínum bæ, Reykjanesbæ, myndi sjá til þess að leiðrétta þessa mismunun sem hefur orðið hjá yngsta hópi bæjarfélagsins en ég verð að segja að viðbrögðin voru mikil vonbrigði. Ég sendi bæjarstjórn hvatningarbréf þar sem ég kvatti þau til dáða að ganga að tillögu KÍ en svörin voru mjög einföld. Erindi móttekið. Að undanskyldum einum bæjarfulltrúa í minnihluta sem að lét sig málið raunverulega varða. Það er svo annað, reikningar fyrir leikskólagjöldunum virðast ekki fara í verkfall? Hér höfum við greitt full leikskólagjöld fyrsta mánuð verkfallsins og hálft gjald hinn mánuðinn. Seinna gjaldið var sagt vera vegna þess að fyrirtækið sem að sér um matinn í leikskólanum hafi sent reikning fyrir mat þann mánuðinn. Þessu hefur svo verið fylgt eftir og er fjarri sannleikanum, eðli málsins samkvæmt að þá afhentu þeir engan mat þar sem að leikskólinn er lokaður. Ekki benda á mig, segir gjaldkerinn. Kerfið auðvitað svo stórt og flókið að vonandi verða þessir reikningar leiðréttir fyrir næstu jól. Ég hef lesið margar greinar, margar athugasemdir og alls konar skrif kennara um það þar sem þau eru beinlínis að undrast á því að við stöndum ekki með þeim, það er bara ein ástæða, það er aðferðarfræðin. Ekkert annað. Ég held að ég tali fyrir hönd flestra foreldra, ef ekki allra, þegar að ég segi að við viljum að kennarar séu á frábærum launum, að þeim skorti ekki neitt. Enda snýr gagnrýnin ekki að kennurunum, gagnrýnin snýr að formennsku KÍ og aðferðunum sem að hún beitir til þess að knýja fram samninga fyrir sína félagsmenn. Það hafa meira að segja kennarar, sem að eru í verkfalli, gagnrýnt þessar aðferðir við okkur. Til þess að það sé alveg kýrskýrt að þá snýr gagnrýni okkar að engu leyti að kennurum, þeirra aðstöðu, launakjörum, hlutverki eða neinu sem að viðkemur starfi kennaranna. Hún snýr alfarið að forystu KÍ og þeirra aðferðum. Ég treysti kennurum fyrir því dýrmætasta sem að ég á í veröldinni en ég get því miður ekki treyst forystu sem að mismunar barninu mínu og setur það vísvitandi í minnihlutahóp. Ég held að margir foreldrar séu á þeim stað með mér. Bæði þeir foreldrar sem hafa orðið fyrir aðgerðunum og eins foreldrar sem hafa ekki orðið fyrir aðgerðunum. Það verður verðugt verkefni fyrir forystu KÍ að vinna það traust til baka. Vegna þeirra þá ætti ég ekki að standa með kennurum. Ég hef reynt, með misjöfnum árangri að tileinka mér það að það megi skipta um skoðun, það megi hlusta á gagnrýni og nýta sér hana sér til gagns. Því hvet ég formennsku KÍ til þess að endurskoða aðferðafræði sína að hafa sömu 4 leikskólana í ótímabundnu verkfalli allt frá fyrsta degi og þar með mismuna þeim samanborið við hin 20 og eitthvað þúsund leikskólabörn landsins. Með því að láta verkfallið flytjast á milli skóla, líkt og er gert á öllum öðrum skólastigum, þá bæði náið þið að láta verkfallið hafa breiðari áhrif og á sama tíma sleppið þið við það að mismuna leikskólabörnum landsins. Höfum það hugfast að valdi fylgir mikil ábyrgð. Með baráttukveðju Stefán Birgir Jóhannesson Höfundur er foreldri barns á leikskólanum Holt í Reykjanesbæ.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar