Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:23 „Fíkniefna-kafbátarnir“ eru þannig gerðir að á yfirborðinu sést aðeins toppurinn á þeim. Stærsta rýmið er neðansjávar. Kólumbísk yfirvöld hafa í samstarfi við aðila í 62 ríkjum lagt hald á 225 tonn af kókaíni á aðeins sex vikum. Um er að ræða metmagn í einni aðgerð. Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira