Sögulegt tækifæri Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa 28. nóvember 2024 11:11 Framundan er sögulegt tækifæri til breytinga til hins betra á Íslandi. Á laugardaginn gengur þjóðin að kjörborðinu og tekur ákvörðun um hvernig landinu verður stýrt næstu árin. Þessar kosningar munu snúast um það hvaða flokkur er líklegastur til að tryggja að alvöru breytingar verði gerðar. Breytingar sem þjóðin kallar eftir. Undanfarin tvö ár höfum við í Samfylkingunni átt í virku samtali við fólk og fyrirtæki um allt land. Við höfum lagt við hlustir og boðum nú nýtt upphaf. Við munum negla niður vexti, laga heilbrigðiskerfið og laga Ísland. Hljóti Samfylkingin til þess nægilega sterkt umboð í komandi kosningum munum við tryggja að ráðist verði í þessar nauðsynlegu breytingar. Sterk Samfylking tryggir breytingar. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra til þess verkefnis í Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu ársins. Svo að svo megi verða verða þessir sömu að setja x við s á kjördag. Valkostirnir í kosningunum á laugardaginn kemur eru skýrir. Sömu flokkar og hafa skapað glundroðann og kyrrstöðuna sem við sitjum uppi með. Stífar hægri áherslur með samsvarandi niðurskurði og aðför að velferðarkerfunum okkar og enn meiri ójöfnuðu. Eða sterk og stór Samfylking, öflug og skilvirk ríkisstjórn sem setur velferð, jöfnuð og uppbyggingu á oddinn. Höfundur skipa fjögur efstu sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Norðausturkjördæmi Logi Einarsson Sæunn Gísladóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Framundan er sögulegt tækifæri til breytinga til hins betra á Íslandi. Á laugardaginn gengur þjóðin að kjörborðinu og tekur ákvörðun um hvernig landinu verður stýrt næstu árin. Þessar kosningar munu snúast um það hvaða flokkur er líklegastur til að tryggja að alvöru breytingar verði gerðar. Breytingar sem þjóðin kallar eftir. Undanfarin tvö ár höfum við í Samfylkingunni átt í virku samtali við fólk og fyrirtæki um allt land. Við höfum lagt við hlustir og boðum nú nýtt upphaf. Við munum negla niður vexti, laga heilbrigðiskerfið og laga Ísland. Hljóti Samfylkingin til þess nægilega sterkt umboð í komandi kosningum munum við tryggja að ráðist verði í þessar nauðsynlegu breytingar. Sterk Samfylking tryggir breytingar. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra til þess verkefnis í Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu ársins. Svo að svo megi verða verða þessir sömu að setja x við s á kjördag. Valkostirnir í kosningunum á laugardaginn kemur eru skýrir. Sömu flokkar og hafa skapað glundroðann og kyrrstöðuna sem við sitjum uppi með. Stífar hægri áherslur með samsvarandi niðurskurði og aðför að velferðarkerfunum okkar og enn meiri ójöfnuðu. Eða sterk og stór Samfylking, öflug og skilvirk ríkisstjórn sem setur velferð, jöfnuð og uppbyggingu á oddinn. Höfundur skipa fjögur efstu sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar