Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 17:23 Festi á og rekur N1, Elko og Krónuna. vísir/egill Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut. Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það. Festi Samkeppnismál Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það.
Festi Samkeppnismál Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent