Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar 28. nóvember 2024 21:32 Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Björn Gíslason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar