Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 07:46 Cole Campbell í leik með aðalliði Dortmund á þessu tímabili. Hann hefur spilað í Meistaradeildinni. Getty/Stuart Franklin Goal í Bandaríkjunum fjallar um hinn bandaríska-íslenska William Cole Campbell og býst við miklu af stráknum í framtíðinni. Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_) Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Blaðamaður Goal settist niður með Campbell þar sem hann fór yfir feril sinn hingað til. Campbell spilaði fyrir íslensku unglingalandsliðin en ákvað svo snemma á þessu ári að velja bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Móðir hans er íslenska landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland frá 1999 til 2000. Faðir hans er aftur á móti Bandaríkjamaður og hann er fæddur í Houston í Bandaríkjunum. Vann sig inn í aðallið Dortmund Strákurinn er enn bara átján ára gamall og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann spilaði með FH og Breiðabliki hér heima en fór til þýska félagsins Borussia Dortmund um mitt sumar 2022. Hann hefur síðan unnið sig upp úr unglingaliðum þýska félagsins og inn í aðalliðið. Cole lék á dögunum sinn fyrsta leik með Dortmund í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með nítján ára landsliði Bandaríkjamanna. „Fyrir sex mánuðum var Cole upprísandi stjarna í íslensku unglingalandsliðunum en núna er hann eitthvað allt annað. Hann hefur breyst í næstu stjörnu bandaríska liðsins,“ segir í greininni í Goal og þeir halda áfram: Mikil athygli „Þessi strákur með tvöfalda ríkisfangið er að blómstra hjá risafélagi og hefur bæði spilað sína fyrstu leiki í Bundesligunni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann er enn að koma sér fyrir og aðlagast en hefur þurft að gera það hratt. Það hefur verið mikið af breytingum að undanförnu en sú stærsta var að aðlagast allri athyglinni,“ segir í greininni. Þar má líka sjá viðtal við Cole sjálfan. „Ég hugsaði; ég er virkilega að spila í Meistaradeildarleik. Það fékk mig til að átta mig á því hversu langt ég er kominn frá því að ég var bara lítill strákur að leika mér og lét mig dreyma um stund sem þessa,“ segir Cole. Ætlar sér að vinna bæði Gullhnöttinn og HM „Hvað varðar framtíðardrauminn minn þá vil ég vinna Gullhnöttinn. Ég vil vinna Meistaradeildina og ég vil vinna heimsmeistarakeppnina. Ég held að það allt sé möguleiki,“ segir Cole. „Ég upplifi ánægju í hvert skipti sem ég labba inn á völlinn. Ég finn ekkert fyrir pressunni. Ég nýt þess bara að spila fótbolta,“ segir Cole. View this post on Instagram A post shared by GOAL USA (@goalusa_)
Þýski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira