Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2024 09:31 Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun