Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 29. nóvember 2024 10:10 Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samkeppnismál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun