Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. nóvember 2024 14:22 Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun