„Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 10:42 Kristrún Frostadóttir var að vonum glöð þegar hún ræddi við fréttastofu í morgun. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það er mjög skýrt ákall um breytingar, niðurstöðurnar sýna það svart á hvítu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttstofu rétt í þessu. Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira