Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 11:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola hafa starfað lengi saman hjá Manchester City. Kannski of lengi? Vísir/Getty Sparkspekingarnir og fyrrverandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, Gary Neville og Jamie Carragher, telja eitthvað miður gott í gangi milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og eins besta leikmann liðsins undanfarin ár Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi spilaði afar lítið í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Leik sem var sjötti tapleikur City í síðustu sjö leikjum. Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira