Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2024 18:38 Uppreisnarmenn keyra fram hjá herþotum á flugvellinum í Aleppo. AP/Omar Albam Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni. Uppreisnarmenn úr fjölmörgum hópum sem haldið hafa til í norðvestanverðu Sýrlandi, með stuðningi frá yfirvöldum í Tyrklandi, um árabil fóru eins og stormsveipur yfir varnarlínur Assad-liða í síðustu viku. Árásirnar komu verjendunum alfarið á óvart og tókst uppreisnarmönnum að leggja hald á fjölmörg vopnabúr og hergagnageymslur stjórnarhersins. NEW - #Syria’s armed opposition has just taken control of a *huge* quantity of ammunition & artillery shells/rockets after capturing #Aleppo’s Defense Factories.This’ll take days to move - away from airstrikes. pic.twitter.com/K27c21S1IQ— Charles Lister (@Charles_Lister) December 2, 2024 Hóparnir tóku alla Aleppo og sóttu fram til bæði austurs og suðurs. Fjölmörg þorp og bæir hafa fallið í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá má grófa mynd af stöðunni á korti Liveuamap. Ferðuðust í smáum hópum til að forðast loftárásir Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Þá nutu Assad-liðar mikils stuðnings frá Rússum, klerkastjórninni í Íran og Hezbollah frá Líbanon, en samtökin voru stofnuð af Írönum á sínum tíma. Þessir bakhjarlar Assad hafa nú flestir öðrum hnöppum að hneppa, þó Rússar hafi gert þó nokkrar loftárásir á bæi og borgir undir stjórn uppreisnarmanna á undanförnum dögum. Heimildarmenn Reuters í bæði Írak og Sýrlandi segja að minnsta kosti þrjú hundruð meðlimir tveggja hópa sem kallast Bard og Nujabaa hafa farið frá Írak til Sýrlands. Þeir eru sagðir hafa farið yfir landamærin í smáum hópum til að forðast loftárásir Bandaríkjamanna. Á árum áður, þegar baráttan gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi stóð sem hæst, komu Íranar að stofnun margra vopnahópa sjíta í Írak. Á ensku hafa þessir hópar verið kallaðir Popular Mobalization Forces eða PMF. Margir hópar hafa myndað regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin og hafa þessir hópar á undanförnum árum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi. Stærsti hópurinn ber nafnið Kataib Hezbollah. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Badr er eldri en PMF samtökin en hópurinn varð aðili að PMF sveitunum árið 2014 og hefur áður sent sveitir til stuðnings Assads í Sýrlandi. Nujabaa tilheyriur einnig PMF og íslömsku andspyrnuhreyfingunni svokölluðu. Ráðamenn í Tyrklandi segjast enga aðkomu hafa haft af árásum uppreisnarmanna síðustu daga. Vildu stofna eigið kalífadæmi Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. Rætur HTS má rekja til upprisu Íslamska ríkisins en margir af upprunalegum meðlimum hópsins fóru frá Írak til Sýrlands á sínum tíma, með því markmiði að berjast við stjórnarhers Assads og stofna kalífadæmi þar. Árið 2013 reyndu leiðtogar Íslamska ríkisins að þvinga sameiningu ISIS og Nusra og það tóku leiðtogar síðarnefndu samtakanna ekki í mál. Þess í stað gengu þeir í lið með al-Qaeda og í gegnum árin hafa HTS-liðar reglulega handsamað ISIS-liða í Sýrlandi og tekið þá af lífi. The HTS-led Administration of Military Operations has begun the process of handing over responsibility of the newly taken areas to the HTS-backed civilian/technocratic Syrian Salvation Government pic.twitter.com/JN8yC1ZcRa— Aaron Y. Zelin (@azelin) December 2, 2024 Í umfjöllun New York Times um HTS kemur fram að leiðtogar hópsins hafi sýnt lítinn áhuga á að gera hryðjuverkaárásir og hafi þess í stað viljað einbeita sér að því að mynda eigið ríki í Sýrlandi. Með það að leiðarljósi hafi þeir slitið á tengsl sín við al-Qaeda árið 2016, að hluta til svo aðrir uppreisnarhópar væru líklegri til að ganga til liðs við þá. Sérfræðingar segja að dregið hafi verið úr öfgum innan samtakanna en leiðtogar þeirra séu þó enn að mestu leyti skoðanabræður al-Qaeda. Sýrland Írak Íran Tengdar fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Uppreisnarmenn úr fjölmörgum hópum sem haldið hafa til í norðvestanverðu Sýrlandi, með stuðningi frá yfirvöldum í Tyrklandi, um árabil fóru eins og stormsveipur yfir varnarlínur Assad-liða í síðustu viku. Árásirnar komu verjendunum alfarið á óvart og tókst uppreisnarmönnum að leggja hald á fjölmörg vopnabúr og hergagnageymslur stjórnarhersins. NEW - #Syria’s armed opposition has just taken control of a *huge* quantity of ammunition & artillery shells/rockets after capturing #Aleppo’s Defense Factories.This’ll take days to move - away from airstrikes. pic.twitter.com/K27c21S1IQ— Charles Lister (@Charles_Lister) December 2, 2024 Hóparnir tóku alla Aleppo og sóttu fram til bæði austurs og suðurs. Fjölmörg þorp og bæir hafa fallið í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá má grófa mynd af stöðunni á korti Liveuamap. Ferðuðust í smáum hópum til að forðast loftárásir Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Þá nutu Assad-liðar mikils stuðnings frá Rússum, klerkastjórninni í Íran og Hezbollah frá Líbanon, en samtökin voru stofnuð af Írönum á sínum tíma. Þessir bakhjarlar Assad hafa nú flestir öðrum hnöppum að hneppa, þó Rússar hafi gert þó nokkrar loftárásir á bæi og borgir undir stjórn uppreisnarmanna á undanförnum dögum. Heimildarmenn Reuters í bæði Írak og Sýrlandi segja að minnsta kosti þrjú hundruð meðlimir tveggja hópa sem kallast Bard og Nujabaa hafa farið frá Írak til Sýrlands. Þeir eru sagðir hafa farið yfir landamærin í smáum hópum til að forðast loftárásir Bandaríkjamanna. Á árum áður, þegar baráttan gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi stóð sem hæst, komu Íranar að stofnun margra vopnahópa sjíta í Írak. Á ensku hafa þessir hópar verið kallaðir Popular Mobalization Forces eða PMF. Margir hópar hafa myndað regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin og hafa þessir hópar á undanförnum árum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi. Stærsti hópurinn ber nafnið Kataib Hezbollah. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Badr er eldri en PMF samtökin en hópurinn varð aðili að PMF sveitunum árið 2014 og hefur áður sent sveitir til stuðnings Assads í Sýrlandi. Nujabaa tilheyriur einnig PMF og íslömsku andspyrnuhreyfingunni svokölluðu. Ráðamenn í Tyrklandi segjast enga aðkomu hafa haft af árásum uppreisnarmanna síðustu daga. Vildu stofna eigið kalífadæmi Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. Rætur HTS má rekja til upprisu Íslamska ríkisins en margir af upprunalegum meðlimum hópsins fóru frá Írak til Sýrlands á sínum tíma, með því markmiði að berjast við stjórnarhers Assads og stofna kalífadæmi þar. Árið 2013 reyndu leiðtogar Íslamska ríkisins að þvinga sameiningu ISIS og Nusra og það tóku leiðtogar síðarnefndu samtakanna ekki í mál. Þess í stað gengu þeir í lið með al-Qaeda og í gegnum árin hafa HTS-liðar reglulega handsamað ISIS-liða í Sýrlandi og tekið þá af lífi. The HTS-led Administration of Military Operations has begun the process of handing over responsibility of the newly taken areas to the HTS-backed civilian/technocratic Syrian Salvation Government pic.twitter.com/JN8yC1ZcRa— Aaron Y. Zelin (@azelin) December 2, 2024 Í umfjöllun New York Times um HTS kemur fram að leiðtogar hópsins hafi sýnt lítinn áhuga á að gera hryðjuverkaárásir og hafi þess í stað viljað einbeita sér að því að mynda eigið ríki í Sýrlandi. Með það að leiðarljósi hafi þeir slitið á tengsl sín við al-Qaeda árið 2016, að hluta til svo aðrir uppreisnarhópar væru líklegri til að ganga til liðs við þá. Sérfræðingar segja að dregið hafi verið úr öfgum innan samtakanna en leiðtogar þeirra séu þó enn að mestu leyti skoðanabræður al-Qaeda.
Sýrland Írak Íran Tengdar fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14
Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00