Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Rafael Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í mars en hér sést hann meðal áhorfenda á leik í ítölsku deildinni. Getty/ James Gill Rafael Benítez segir það alveg koma til greina að taka við norska karlalandsliðinu í fótbolta. Umræða um Spánverjann sem næsta þjálfara norska liðsins flæðir um norska fjölmiðla þessa dagana. Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea. Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea.
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira