Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 15:14 Sunneva Ósk Guðmundsdóttir með kassa af ferskum gellum. Samherji Samherji sendir nú ferskar gellur með flugi til Spánar, enda eykst eftirspurn eftir gellum þar í landi gríðarlega á aðventunni. Um gelluæði Spánverja á aðventunni er fjallað á vef Samherja. Þar er haft eftir Sunnevu Ósk Guðmundsdóttur, framleiðslustjóra Samherja á Akureyri, að reynt sé eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar. „Ég er ekki frá því að suma daga séu samtals hátt í tuttugu manns að gella, bæði hérna á Akureyri og á Dalvík. Fjöldinn fer eftir því hvaða fisktegundir er verið að vinna hverju sinni og þegar ekki er verið að gella sinna starfsmennirnir öðrum verkefnum. Þeir sem gella þurfa stundum að mæta snemma á morgnana, áður en sjálf vinnslan hefst.“ Borðaðar allt árið en kosta skildinginn Þá er haft eftir Kenneth Holst Moe, framkvæmdastjóra Icefresh Seafood Spain, að rík hefð sé meðal margra Spánverja að borða gellur, sér í lagi á aðventunni. „Upphafið má rekja til þess að spænskir sjómenn máttu á árum áður hirða gellur og kinnar, þetta var nokkurs konar bónus á launin. Spænskum togurum sem veiða þorsk hefur fækkað mikið í áranna rás, fólk vill engu að síður fá gellur og þá liggur beinast við að flytja þær inn frá Íslandi. Gellur eru borðaðar allan ársins hring hérna á Spáni. Sökum þess að þær eru tiltölulega dýrar kaupir fólk þær við sérstök tækifæri, svo sem í aðdraganda jólanna. Neyslan eykst því verulega þessar vikurnar.“ Sjávarútvegur Spánn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Um gelluæði Spánverja á aðventunni er fjallað á vef Samherja. Þar er haft eftir Sunnevu Ósk Guðmundsdóttur, framleiðslustjóra Samherja á Akureyri, að reynt sé eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar. „Ég er ekki frá því að suma daga séu samtals hátt í tuttugu manns að gella, bæði hérna á Akureyri og á Dalvík. Fjöldinn fer eftir því hvaða fisktegundir er verið að vinna hverju sinni og þegar ekki er verið að gella sinna starfsmennirnir öðrum verkefnum. Þeir sem gella þurfa stundum að mæta snemma á morgnana, áður en sjálf vinnslan hefst.“ Borðaðar allt árið en kosta skildinginn Þá er haft eftir Kenneth Holst Moe, framkvæmdastjóra Icefresh Seafood Spain, að rík hefð sé meðal margra Spánverja að borða gellur, sér í lagi á aðventunni. „Upphafið má rekja til þess að spænskir sjómenn máttu á árum áður hirða gellur og kinnar, þetta var nokkurs konar bónus á launin. Spænskum togurum sem veiða þorsk hefur fækkað mikið í áranna rás, fólk vill engu að síður fá gellur og þá liggur beinast við að flytja þær inn frá Íslandi. Gellur eru borðaðar allan ársins hring hérna á Spáni. Sökum þess að þær eru tiltölulega dýrar kaupir fólk þær við sérstök tækifæri, svo sem í aðdraganda jólanna. Neyslan eykst því verulega þessar vikurnar.“
Sjávarútvegur Spánn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira