Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar 9. desember 2024 09:00 Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun