Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar 9. desember 2024 13:02 Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Stafræn þróun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun