„Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 17:01 Það var nóg um að ræða í nýjasta þætti Lögmáls leiksins Farið var yfir stöðu Los Angeles Lakers í NBA deildinni í nýjasta þætti af Lögmáli leiksins sem verður frumsýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld. Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld NBA Lögmál leiksins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum