Í umfjöllun ABC er haft eftir John Barrasso, öldungardeildarþingmanni Repúblikana, að McConnell heilsist vel þrátt fyrir fallið. Hann hafi hrasað og fallið í gólfið rétt áður en vikulegur blaðamannafundur hans átti að hefjast. McConnell hafi hlotið lítils háttar áverka á andliti en væri mættur aftur til vinnu.
McConnell var frá vinnu í nokkrar vikur í fyrra eftir að hann féll og hlaut heilahristing og rifbeinsbrot. Seinna sama ár fraus hann tvisvar í miðri setningu á blaðamannafundum með tiltölulega skömmu millibili. Í kjölfarið sendi hann út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kom að heilsa hans kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf.
McConnell, sem er 82 ára, gaf ekki kost á sér í embætti forseta öldungadeildarinnar eftir forsetakosningarnar í nóvember. Enginn hefur gegnt embættinu lengur en hann, en hann hefur verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Þó hyggst hann sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár.