Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:26 Per-Mathias Högmo virðist koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Hiroki Watanabe Norski þjálfarinn Per-Mathias Högmo gæti orðið næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta og þar með fjórði erlendi Norðurlandabúinn á síðasta áratug til að stýra liðinu. Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira