Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2024 09:32 Steingrímur Magnússon, vert í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli, við pönnukökurnar vinsælu. Egill Aðalsteinsson Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við Steingrím Magnússon. Hann er Norðlendingur, býr í Eyjafirði en ættaður úr Skagafirði og Svarfaðardal, segist vera kallaður Steini og vera vertinn á flugvellinum. En er einhver glóra í því að reka Flugkaffi á Akureyrarflugvelli? „Nei, þetta er náttúrlega óttaleg vitleysa. Enda byrjaði ég 1. apríl á þessu ári. Þetta er bara aprílgabb,“ segir vertinn í viðtali á Stöð 2, sem sjá má hér: Það reyndist þó meira fjör í flugstöðinni en hann hugði enda fara um 200 þúsund farþegar árlega um völlinn. „Kom mér á óvart þegar ég byrjaði hvað flugið er mikið notað. En svo er náttúrlega orðið töluvert millilandaflug hérna.“ Hann annast einnig veitingasölu í nýju alþjóðaflugstöðinni en þar rekur hann Jæja barinn. Steingrímur rekur einnig Jæja-bar í sal millilandaflugsins.Egill Aðalsteinsson Þau eru tvö í fastri vinnu, hann og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, en svo fá þau liðsauka á kvöldin og um helgar. Þannig áætlar hann að sex til átta manns starfi við Flugkaffið. Þar sé líflegt allan daginn og fram á kvöld. „Kannski að mörgu leyti má segja að þetta sé svona hjartað á flugvellinum, þannig séð,“ segir Steingrímur. Það sé mikið skrafað. Hann segist upplifa að fólkið sé það sjálft þegar það kemur á flugvöllinn og er að ferðast. Séð yfir farþegasal innanlandsflugsins. Flugkaffið til vinstri.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hvað sé vinsælast segir hann pönnukökurnar númer eitt. „Þegar ég áttaði mig á því - það var reyndar ekkert langur fyrirvari á því að ég byrjaði hérna – þá var eins gott að læra að gera almennilegar pönnukökur. Ég hafði aldrei gert pönnukökur áður. Systir mín sýndi mér kvöldið áður hvernig á að gera þetta. Svo bara lét ég vaða um morguninn. Ja, þær eru allavega orðnar vinsælar í dag þannig að maður hlýtur að vera að gera eitthvað rétt.“ Hann fékk þó aðhald frá forvera sínum, Baldvin Sigurðssyni. „Baldvin, sem var hér í tuttugu ár, kom nokkuð ört fyrst og fylgdist með. Og hann kom með aðeins athugasemd sem ég tók mark á.“ Steini segir leyniuppskriftina gera pönnukökurnar dekkri að lit og með gamaldags bragði.Egill Aðalsteinsson Og Baldvin upplýsti um leyndarmálið. „Það er kaffi í pönnukökunum. Baldvin sagði: „Þú verður að setja aðeins kaffi í pönnukökurnar. Þá færðu rétta litinn og gamaldags bragðið.“ Og ég náttúrlega hlýddi því bara,“ segir Steingrímur vert á Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli. Í síðustu viku var endurnýjaðri flugstöð fagnað á Akureyri, sem fjallað var um hér: Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Fréttir af flugi Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. 18. nóvember 2024 15:54 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við Steingrím Magnússon. Hann er Norðlendingur, býr í Eyjafirði en ættaður úr Skagafirði og Svarfaðardal, segist vera kallaður Steini og vera vertinn á flugvellinum. En er einhver glóra í því að reka Flugkaffi á Akureyrarflugvelli? „Nei, þetta er náttúrlega óttaleg vitleysa. Enda byrjaði ég 1. apríl á þessu ári. Þetta er bara aprílgabb,“ segir vertinn í viðtali á Stöð 2, sem sjá má hér: Það reyndist þó meira fjör í flugstöðinni en hann hugði enda fara um 200 þúsund farþegar árlega um völlinn. „Kom mér á óvart þegar ég byrjaði hvað flugið er mikið notað. En svo er náttúrlega orðið töluvert millilandaflug hérna.“ Hann annast einnig veitingasölu í nýju alþjóðaflugstöðinni en þar rekur hann Jæja barinn. Steingrímur rekur einnig Jæja-bar í sal millilandaflugsins.Egill Aðalsteinsson Þau eru tvö í fastri vinnu, hann og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, en svo fá þau liðsauka á kvöldin og um helgar. Þannig áætlar hann að sex til átta manns starfi við Flugkaffið. Þar sé líflegt allan daginn og fram á kvöld. „Kannski að mörgu leyti má segja að þetta sé svona hjartað á flugvellinum, þannig séð,“ segir Steingrímur. Það sé mikið skrafað. Hann segist upplifa að fólkið sé það sjálft þegar það kemur á flugvöllinn og er að ferðast. Séð yfir farþegasal innanlandsflugsins. Flugkaffið til vinstri.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hvað sé vinsælast segir hann pönnukökurnar númer eitt. „Þegar ég áttaði mig á því - það var reyndar ekkert langur fyrirvari á því að ég byrjaði hérna – þá var eins gott að læra að gera almennilegar pönnukökur. Ég hafði aldrei gert pönnukökur áður. Systir mín sýndi mér kvöldið áður hvernig á að gera þetta. Svo bara lét ég vaða um morguninn. Ja, þær eru allavega orðnar vinsælar í dag þannig að maður hlýtur að vera að gera eitthvað rétt.“ Hann fékk þó aðhald frá forvera sínum, Baldvin Sigurðssyni. „Baldvin, sem var hér í tuttugu ár, kom nokkuð ört fyrst og fylgdist með. Og hann kom með aðeins athugasemd sem ég tók mark á.“ Steini segir leyniuppskriftina gera pönnukökurnar dekkri að lit og með gamaldags bragði.Egill Aðalsteinsson Og Baldvin upplýsti um leyndarmálið. „Það er kaffi í pönnukökunum. Baldvin sagði: „Þú verður að setja aðeins kaffi í pönnukökurnar. Þá færðu rétta litinn og gamaldags bragðið.“ Og ég náttúrlega hlýddi því bara,“ segir Steingrímur vert á Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli. Í síðustu viku var endurnýjaðri flugstöð fagnað á Akureyri, sem fjallað var um hér:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Fréttir af flugi Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. 18. nóvember 2024 15:54 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. 18. nóvember 2024 15:54
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent