Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 13. desember 2024 09:01 Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga beindi ASÍ sjónum sérstaklega að auðlindagjaldtöku. Almennt má taka því fagnandi þegar hagaðilar láta sig svo mikilvæg mál varða og taka þátt í umræðu um þau. Sjónarmið öflugra samtaka launafólks hafa sannanlega mikla vigt í þessari umræðu. Það vakti hins vegar furðu að í áherslum ASÍ var farið vísvitandi með ósannindi. Rétt er að fara stuttlega yfir þau alvarlegustu. Ósannindi um auðlindagjald í fiskeldi Í fyrsta lagi var staðhæft að enginn auðlindaskattur væri á laxeldisfyrirtæki hér á landi. Þetta er rangt, enda greiða fyrirtæki í sjókvíaeldi svokallað fiskeldisgjald sem sett var á með lögum árið 2019. Samkvæmt frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó var lagasetningin sérstaklega studd þeim rökum að hún grundvallaðist á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Af lögum og öðrum lögskýringargögnum má öllum þannig vera ljóst að fiskeldisgjald er gjald fyrir afnot af auðlind. Raunar er auðlindagjaldtaka nokkuð rífleg hér á landi í samanburði við til dæmis Noreg. Stóri munurinn á íslensku og norsku leiðinni í auðlindagjaldtöku af fiskeldi er sá að íslensku fyrirtækin þurfa að greiða þessa skatta af markaðsverði á laxi og óháð afkomu. Í Noregi er aðeins greitt af afkomu þess hluta rekstrar þar sem auðlind er nýtt en ekki af heildarstarfsemi fiskeldisfyrirtækja. Þetta má sjá hér að neðan til frekari skýringa. Hefðbundinn tekjuskattur fyrirtækja er 22% og auðlindaskattur er 25%. Hin ólíka nálgun Íslands og Noregs í auðlindagjaldtökuleiðir til þess að íslensk fiskeldisfyrirtæki greiddu átta sinnum hærri fjárhæð í auðlindagjald á árinu 2023 en þau hefðu greitt samkvæmt norsku leiðinni. SFS hafa oftsinnis og nokkuð ítarlega fjallað um þennan mun, líkt og lesa má um hér: https://www.sfs.is/frett/norska-leidin https://www.sfs.is/frett/steinn-i-gotu-vaxtar-og-verdmaetaskopunar https://www.sfs.is/fiskeldi/skatturoggjold Í öðru lagi fullyrti ASÍ að í Noregi sé greitt fyrir laxeldisleyfi. Má af þeirri staðhæfingu skilja að meginreglan sé sú að greitt sé fyrir öll leyfi. Það er rangt. Í þessu sambandi er rétt að nefna að nýlega fékk ASÍ norskan hagfræðing, Karen Ulltveit-Moe, til að flytja erindi um auðlindagjaldtöku í Noregi á þingi samtakanna. Karen kom einnig fram í viðtali í Kastljósi á RÚV þann 21. október 2024 þar sem hún fjallaði stuttlega um tilurð sérstaks auðlindagjalds af fiskeldisleyfum í Noregi, sem tók fyrst gildi í janúar 2023. Í viðtalinu útskýrði hún að áður hefði aðeins verið greitt fyrir lítið hlutfall leyfa til fiskeldis. Þá sagði hún orðrétt í þýðingu SFS: Megnið af leyfunum, kvótum hans [fiskeldisgeirans], fékk hann ókeypis eða gegn vægu gjaldi. Í stóru myndinni þá höfðu þeir greitt fyrir þrjú prósent leyfanna. Það er því rangt þegar ASÍ heldur því fram að í Noregi sé almennt greitt fyrir laxeldiskvóta. Staðreyndin er sú að yfirgnæfandi meirihluti leyfa hefur verið veittur án endurgjalds eða gegn lágmarksgjaldi. ASÍ fullyrðir jafnframt að ekki sé greitt fyrir laxeldisleyfi hér á landi. Það er rangt. Frá árinu 2019 hefur verið í gildi hér á landi lagaskylda um að bjóða þurfi út öll ný fiskeldisleyfi, nema þau sem voru í umhverfismats- og leyfisferli þegar skyldan var leidd í lög. Við höfum því þegar innleitt skyldu til greiðslu fyrir ný leyfi á grundvelli útboðs, með sambærilegum hætti og í Noregi. Það skal þó tekið fram að eina ástæðan fyrir því að slíkar greiðslur hafa ekki enn borist er sú að ráðherrar málaflokksins hafa hingað til ekki boðað til útboðs. Það er efni í aðra umræðu. Það má hrósa ASÍ fyrir að hafa fengið áðurnefnda Karen Ulltveit-Moe til þess að veita innsýn inn í skattheimtu við auðlindanýtingu í Noregi. Það er hins vegar miður að ASÍ virðist hafa meðtekið fátt af því áhugaverða sem norski sérfræðingurinn hafði að segja. Ósannindi um auðlindagjald í fiskveiðum Skattlagning af auðlindanýtingu við fiskveiðar var einnig áherslumál ASÍ í aðdraganda kosninga. Í ljósi mikillar áherslu sambandsins á skattlagningu auðlinda í Noregi, þá vekur athygli að ekkert var vikið að auðlindagjaldi á sjávarútveg þar í landi. Það á sér auðvitað skýringar. Auðlindaskattar á sjávarútveg í Noregi eru engir en auðlindaskattar á sjávarútveg á Íslandi eru töluverðir. Þar fyrir utan nýtur sá norski ýmissa ívilnana, eins og ríkulegra styrkja úr opinberum sjóðum til þess að fjárfesta í skipum og búnaði og lægri álögur en aðrar atvinnugreinar bera þar í landi. Sú er ekki reyndin á Íslandi. Þarna liggur vafalaust ástæða áhugaleysis ASÍ á auðlindagjaldtöku af norskum sjávarútvegi. Þetta er þó verðugt umhugsunarefni þar sem Noregur er helsti keppinautur Íslands í sölu á sjávarafurðum og hallar þar augljóslega á íslenskan sjávarútveg í þeirri samkeppni. En ASÍ vill af undarlegum ástæðum bæta þar í. Í herferð ASÍ sagði að auðlindarenta í sjávarútvegi hér á landi hafi verið 56 milljarðar króna árið 2021. Það er rangt. Samanlagður hreinn hagnaður fiskveiða og fiskvinnslu var sannanlega 56 milljarðar króna árið 2021. Aðeins fiskveiðar nýta hins vegar auðlind en ekki önnur starfsemi í sjávarútvegi. Skattlagning á nýtingu auðlindarinnar getur því aðeins tilheyrt fiskveiðum, rétt eins og fyrirheitna landið Noregur gerir í auðlindaskatti á fiskeldi. Önnur starfsemi, eins og fiskvinnsla og sala, heyrir ekki undir auðlindanýtingu og verður því ekki skattlögð sérstaklega. Samkvæmt gögnum Hagstofu var hreinn hagnaður fiskveiða 19,5 milljarðar króna árið 2021. Þetta sama ár var veiðigjaldið 7,9 milljarðar króna, eða sem nemur rúmlega 40% af hreinum hagnaði fiskveiða. Við þetta má bæta að hreinn hagnaður er fjarri því að vera jafn auðlindarentu, sem er hagfræðilegt hugtak sem tíðrætt var um í aðdraganda kosninganna. Hreinn hagnaður er að langstærstum hluta til kominn vegna skilvirkni og hagræðingar í rekstri og fjárfestingu í tækniþróun og nýsköpun en ekki vegna aðgangs að sjávarauðlindinni. Það kann auðvitað að vera að sitt sýnist hverjum um það hvort skattlagningin sé há eða lág. Staðreyndin er þó sú að virkt tekjuskattshlutfall fiskveiða er 58%. Okkur finnst það vel í lagt. Það er hins vegar mikilvægt að leggja mat á áhrif skattlagningarinnar frá einum tíma til annars. Verðmætasköpun í sjávarútvegi krefst mikilla og viðvarandi fjárfestinga. Á liðnum fimm árum hefur nettó fjárfesting í fiskveiðum að jafnaði verið um 14,5 milljarðar króna á ári á núvirði – og þó er fiskiskipaflotinn enn kominn nokkuð til ára sinna. Áfram þarf því að tryggja góða afkomu sem nýtt er til slíkra fjárfestinga. Skattlagning sem dregur verulega úr þrótti fyrirtækja til að fjárfesta og þróast fram veginn, í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, bitnar ekki aðeins á fyrirtækjum, heldur einnig launafólki og samfélaginu öllu. Minni verðmætasköpun dregur úr framlagi atvinnugreinarinnar til hagvaxtar og áframhaldandi góðra lífskjara. Af hverju gengur ASÍ svona fram? Hvað ætli valdi því að ein öflugustu samtök launafólks hér á landi eigi með mjög afdráttarlausum hætti frumkvæði að upplýsingaóreiðu um auðlindagjaldtöku? Engum dylst að upplýsingaóreiða er orðin alvarlegt vandamál í nútímasamfélögum og hún verður gjarnan meiri í aðdraganda kosninga. Það er því mikilvægt að samtök eins og ASÍ taki ábyrgð sína alvarlega sem málsvari launafólks í opinberri umræðu. Hluti þeirrar ábyrgðar felst í því að vera heiðarleg í framsetningu upplýsinga. Það hlýtur aukinheldur að þjóna hagsmunum launafólks að rekstrarskilyrði fyrirtækja hér á landi séu góð þannig að unnt sé að auka verðmætasköpun. Þegar fyrirtækjum tekst að gera meiri verðmæti í dag en í gær, myndast svigrúm til þess að hækka laun starfsfólks og bæta allar aðstæður þess með fjárfestingum í nýjustu tækni og búnaði. Sjávarútvegur er raunar lifandi sönnun þess og þannig viljum við gjarnan hafa það til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur ASÍ Fiskeldi Sjókvíaeldi Skattar og tollar Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga beindi ASÍ sjónum sérstaklega að auðlindagjaldtöku. Almennt má taka því fagnandi þegar hagaðilar láta sig svo mikilvæg mál varða og taka þátt í umræðu um þau. Sjónarmið öflugra samtaka launafólks hafa sannanlega mikla vigt í þessari umræðu. Það vakti hins vegar furðu að í áherslum ASÍ var farið vísvitandi með ósannindi. Rétt er að fara stuttlega yfir þau alvarlegustu. Ósannindi um auðlindagjald í fiskeldi Í fyrsta lagi var staðhæft að enginn auðlindaskattur væri á laxeldisfyrirtæki hér á landi. Þetta er rangt, enda greiða fyrirtæki í sjókvíaeldi svokallað fiskeldisgjald sem sett var á með lögum árið 2019. Samkvæmt frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó var lagasetningin sérstaklega studd þeim rökum að hún grundvallaðist á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Af lögum og öðrum lögskýringargögnum má öllum þannig vera ljóst að fiskeldisgjald er gjald fyrir afnot af auðlind. Raunar er auðlindagjaldtaka nokkuð rífleg hér á landi í samanburði við til dæmis Noreg. Stóri munurinn á íslensku og norsku leiðinni í auðlindagjaldtöku af fiskeldi er sá að íslensku fyrirtækin þurfa að greiða þessa skatta af markaðsverði á laxi og óháð afkomu. Í Noregi er aðeins greitt af afkomu þess hluta rekstrar þar sem auðlind er nýtt en ekki af heildarstarfsemi fiskeldisfyrirtækja. Þetta má sjá hér að neðan til frekari skýringa. Hefðbundinn tekjuskattur fyrirtækja er 22% og auðlindaskattur er 25%. Hin ólíka nálgun Íslands og Noregs í auðlindagjaldtökuleiðir til þess að íslensk fiskeldisfyrirtæki greiddu átta sinnum hærri fjárhæð í auðlindagjald á árinu 2023 en þau hefðu greitt samkvæmt norsku leiðinni. SFS hafa oftsinnis og nokkuð ítarlega fjallað um þennan mun, líkt og lesa má um hér: https://www.sfs.is/frett/norska-leidin https://www.sfs.is/frett/steinn-i-gotu-vaxtar-og-verdmaetaskopunar https://www.sfs.is/fiskeldi/skatturoggjold Í öðru lagi fullyrti ASÍ að í Noregi sé greitt fyrir laxeldisleyfi. Má af þeirri staðhæfingu skilja að meginreglan sé sú að greitt sé fyrir öll leyfi. Það er rangt. Í þessu sambandi er rétt að nefna að nýlega fékk ASÍ norskan hagfræðing, Karen Ulltveit-Moe, til að flytja erindi um auðlindagjaldtöku í Noregi á þingi samtakanna. Karen kom einnig fram í viðtali í Kastljósi á RÚV þann 21. október 2024 þar sem hún fjallaði stuttlega um tilurð sérstaks auðlindagjalds af fiskeldisleyfum í Noregi, sem tók fyrst gildi í janúar 2023. Í viðtalinu útskýrði hún að áður hefði aðeins verið greitt fyrir lítið hlutfall leyfa til fiskeldis. Þá sagði hún orðrétt í þýðingu SFS: Megnið af leyfunum, kvótum hans [fiskeldisgeirans], fékk hann ókeypis eða gegn vægu gjaldi. Í stóru myndinni þá höfðu þeir greitt fyrir þrjú prósent leyfanna. Það er því rangt þegar ASÍ heldur því fram að í Noregi sé almennt greitt fyrir laxeldiskvóta. Staðreyndin er sú að yfirgnæfandi meirihluti leyfa hefur verið veittur án endurgjalds eða gegn lágmarksgjaldi. ASÍ fullyrðir jafnframt að ekki sé greitt fyrir laxeldisleyfi hér á landi. Það er rangt. Frá árinu 2019 hefur verið í gildi hér á landi lagaskylda um að bjóða þurfi út öll ný fiskeldisleyfi, nema þau sem voru í umhverfismats- og leyfisferli þegar skyldan var leidd í lög. Við höfum því þegar innleitt skyldu til greiðslu fyrir ný leyfi á grundvelli útboðs, með sambærilegum hætti og í Noregi. Það skal þó tekið fram að eina ástæðan fyrir því að slíkar greiðslur hafa ekki enn borist er sú að ráðherrar málaflokksins hafa hingað til ekki boðað til útboðs. Það er efni í aðra umræðu. Það má hrósa ASÍ fyrir að hafa fengið áðurnefnda Karen Ulltveit-Moe til þess að veita innsýn inn í skattheimtu við auðlindanýtingu í Noregi. Það er hins vegar miður að ASÍ virðist hafa meðtekið fátt af því áhugaverða sem norski sérfræðingurinn hafði að segja. Ósannindi um auðlindagjald í fiskveiðum Skattlagning af auðlindanýtingu við fiskveiðar var einnig áherslumál ASÍ í aðdraganda kosninga. Í ljósi mikillar áherslu sambandsins á skattlagningu auðlinda í Noregi, þá vekur athygli að ekkert var vikið að auðlindagjaldi á sjávarútveg þar í landi. Það á sér auðvitað skýringar. Auðlindaskattar á sjávarútveg í Noregi eru engir en auðlindaskattar á sjávarútveg á Íslandi eru töluverðir. Þar fyrir utan nýtur sá norski ýmissa ívilnana, eins og ríkulegra styrkja úr opinberum sjóðum til þess að fjárfesta í skipum og búnaði og lægri álögur en aðrar atvinnugreinar bera þar í landi. Sú er ekki reyndin á Íslandi. Þarna liggur vafalaust ástæða áhugaleysis ASÍ á auðlindagjaldtöku af norskum sjávarútvegi. Þetta er þó verðugt umhugsunarefni þar sem Noregur er helsti keppinautur Íslands í sölu á sjávarafurðum og hallar þar augljóslega á íslenskan sjávarútveg í þeirri samkeppni. En ASÍ vill af undarlegum ástæðum bæta þar í. Í herferð ASÍ sagði að auðlindarenta í sjávarútvegi hér á landi hafi verið 56 milljarðar króna árið 2021. Það er rangt. Samanlagður hreinn hagnaður fiskveiða og fiskvinnslu var sannanlega 56 milljarðar króna árið 2021. Aðeins fiskveiðar nýta hins vegar auðlind en ekki önnur starfsemi í sjávarútvegi. Skattlagning á nýtingu auðlindarinnar getur því aðeins tilheyrt fiskveiðum, rétt eins og fyrirheitna landið Noregur gerir í auðlindaskatti á fiskeldi. Önnur starfsemi, eins og fiskvinnsla og sala, heyrir ekki undir auðlindanýtingu og verður því ekki skattlögð sérstaklega. Samkvæmt gögnum Hagstofu var hreinn hagnaður fiskveiða 19,5 milljarðar króna árið 2021. Þetta sama ár var veiðigjaldið 7,9 milljarðar króna, eða sem nemur rúmlega 40% af hreinum hagnaði fiskveiða. Við þetta má bæta að hreinn hagnaður er fjarri því að vera jafn auðlindarentu, sem er hagfræðilegt hugtak sem tíðrætt var um í aðdraganda kosninganna. Hreinn hagnaður er að langstærstum hluta til kominn vegna skilvirkni og hagræðingar í rekstri og fjárfestingu í tækniþróun og nýsköpun en ekki vegna aðgangs að sjávarauðlindinni. Það kann auðvitað að vera að sitt sýnist hverjum um það hvort skattlagningin sé há eða lág. Staðreyndin er þó sú að virkt tekjuskattshlutfall fiskveiða er 58%. Okkur finnst það vel í lagt. Það er hins vegar mikilvægt að leggja mat á áhrif skattlagningarinnar frá einum tíma til annars. Verðmætasköpun í sjávarútvegi krefst mikilla og viðvarandi fjárfestinga. Á liðnum fimm árum hefur nettó fjárfesting í fiskveiðum að jafnaði verið um 14,5 milljarðar króna á ári á núvirði – og þó er fiskiskipaflotinn enn kominn nokkuð til ára sinna. Áfram þarf því að tryggja góða afkomu sem nýtt er til slíkra fjárfestinga. Skattlagning sem dregur verulega úr þrótti fyrirtækja til að fjárfesta og þróast fram veginn, í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, bitnar ekki aðeins á fyrirtækjum, heldur einnig launafólki og samfélaginu öllu. Minni verðmætasköpun dregur úr framlagi atvinnugreinarinnar til hagvaxtar og áframhaldandi góðra lífskjara. Af hverju gengur ASÍ svona fram? Hvað ætli valdi því að ein öflugustu samtök launafólks hér á landi eigi með mjög afdráttarlausum hætti frumkvæði að upplýsingaóreiðu um auðlindagjaldtöku? Engum dylst að upplýsingaóreiða er orðin alvarlegt vandamál í nútímasamfélögum og hún verður gjarnan meiri í aðdraganda kosninga. Það er því mikilvægt að samtök eins og ASÍ taki ábyrgð sína alvarlega sem málsvari launafólks í opinberri umræðu. Hluti þeirrar ábyrgðar felst í því að vera heiðarleg í framsetningu upplýsinga. Það hlýtur aukinheldur að þjóna hagsmunum launafólks að rekstrarskilyrði fyrirtækja hér á landi séu góð þannig að unnt sé að auka verðmætasköpun. Þegar fyrirtækjum tekst að gera meiri verðmæti í dag en í gær, myndast svigrúm til þess að hækka laun starfsfólks og bæta allar aðstæður þess með fjárfestingum í nýjustu tækni og búnaði. Sjávarútvegur er raunar lifandi sönnun þess og þannig viljum við gjarnan hafa það til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar