Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 07:30 Íslenska landsliðið fékk meðal annars Cristiano Ronaldo í heimsókn í síðustu undankeppni, sem var fyrir EM 2024. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM 2026. VÍSIR/VILHELM Í dag verður dregið í undanriðla fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Það verður fyrsta heila undankeppni nýs landsliðsþjálfara Íslands. Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Sjá meira
Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Sjá meira