Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 15. desember 2024 08:00 Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar